Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 53

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 53
kemur skýrt í ljós ein af þeim þversögnum sem texti Opinberunarbókarinnar felur í sér: Kærleikurinn, sem er hið mikla og æðsta boðorð Krists, er ekki hálflyndið, sem ómerkir allan skilsmun á góðu og illu, réttu og röngu, sannleik og lygi, ekki geðleysið, sem vill vera allra viðhlæjandi og samsinnungur, heldur lifandi hlutdeild í kærleik hans sjálfs sem er allt annað en loðmolla. Hann er reiðubúinn til ýtrustu átaka, að líða takmarkalaust, stríða upp á líf og dauða.59 Gegn hernaði berst heróp. Stríðshetjan er Kristur „sem dæmir og berst með réttlæti“, skrýddur blóði drifinni skikkju, slær þjóðirnar með sverði sínu og stjórnar þeim með járnsprota (Opb 19.11-15). Stríðinu er sagt stríð á hendur. Úr þessari mótsögn leysir Sigurbjörn með tilkomu lambs Guðs, kristslambinu sem verður að tákni fyrir þá mótspyrnu sem er kristnum mönnum sæmandi. „Sá Guð sem var í Kristi, hefur opinberað mátt kærleika síns, aflið sem sigrar allt um síðir. En sigurleiðin er píslarbraut.“60 Að mati Sigurbjörns er það hlutverk kirkjunnar að breiða út þennan boðskap og beita þeim vopnum sem ein duga gegn ofbeldi. „Ríki Krists er ekki af þessum heimi og berst ekki að hætti þessa heims. Kirkja, sem varðveitir anda hans, sigrar í ósigri, vinnur þótt hún tapi fyrir kúgara, lifir þótt hún sé dauðadæmd.“61 En þó úr mótsögninni megi leysa með þessum hætti, helst spennan áfram milli kristsmyndanna tveggja, lambsins og hinnar stríðandi sigurhetju, sem hefur e.t.v. átt vel við það andrúmsloft sem Sigurbjörn ætlaði sér að tala inn í. Uppgjör við frjálslyndu guðfrœðina Bók Sigurbjörns um Opinberunarbókina er athyglisverð heimild um guðfræði hans að því leyti að þar getur að líta hvað ríkasta umfjöllun hans um guðfræðileg málefni á einum og sama staðnum. Vissulega hafði hann skrifað fjölda greina sem birtust í Víðfórla, Kirkjuritinu og víðar. Engum duldist heldur afstaða hans í guðfræðilegum deilum þessa tíma þar eð hann hafði verið áberandi talsmaður nýrétttrúnaðarins sem þá var að ryðja sér til rúms á kostnað aldamótaguðfræðinnar.62 59 Sama rit, 51. 60 Sama rit, 88. 61 Sama rit, 151. 62 Sigurjón Árni Eyjólfsson hefur gert ítarlega úttekt á deilum Sigurbjörns og Benjamíns Kristjánssonar (1901-1987) sem mörkuðu þáttaskil í átökum frjálslyndu guðfræðinnar og nýrétttrúnaðarins um 51
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.