Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Blaðsíða 81

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Blaðsíða 81
mæli sýnilegrar nærveru annarra heimshluta, t.d. í öllum helstu borgum Evrópu.47 Nægir í því sambandi að benda á „þjóðlega“ (etníska) veitingastaði og verslanir sem skotið hafa upp kollinum jafnvel í Reykjavík. Þá hafa trúar- brögð sem áður voru framandi fest rætur á Vesturlöndum og orðið sýnileg í borgarmyndinni eins og bent var á í upphafi. Hér hefur þó gætt mikillar tregðu til að samþykkja þá þróun eins og seinagangur í að láta múslímum í té lóð undir mosku í Reykjavík ber vott um. Torvelt er að skilja hann öðruvísi en sem ómeðvitaða ef ekki meðvitaða tilhneigingu samfélags til að varðveita einsleitni sína. Dystópískar hugmyndir eða vaxandi vitund um heimsendi af manna- völdum auka útbreiðslu sína eftir því sem ljósar verður að lífsstíll okkar Vesturlandabúa hefur haft óafturkræf áhrif á umhverfi okkar er loks eitt af ágengustu áreitunum sem trúarbrögð og trúarstofnanir mæta nú á dögum. Þetta áreiti ætti að orka sterkar á fulltrúa trúarstofnana en aðra þar sem þessi framtíðarsýn er í andstöðu við þá vonarríku framtíðarsýn sem vestræn trúarbrögð og ekki síst kristnin boða og er í ætt við útópíu. Viðbrögð við dreitunum — skerping, innhverfing, aðlögun Við þessum áreitum geta trúarbrögð og trúarstofnanir brugðist með ýmsu móti. Hér skulu þó aðeins nefnd þrenns konar viðbrögð sem drepið var á í upphafi: Skerping, innhverfiing og aðlögun. Með skerpingu er átt við að trúarbrögð afmarki sig frá öðrum átrúnaði eða lífsskoðunum, leggi áherslu á sérstöðu sina og sérkenni, og aðgreini sig þar með frá öðrum trúarbrögðum, samfélaginu almennt og menningu þess. Algengt er að minnihlutaátrúnaður beiti skerpingu, líti á umhverfi sitt sem fjandsamlegt.48 Þannig vinnur hann gegn samlögun sinni við samfélagið og útilokar sig frá því. Skerping er oftar en ekki samfara bókstafstrú en getur þó komið til án hennar. 47 Til skamms tíma fólst alheimsvæðingin einkum í útþenslu frá norðvestri til suðausturs, þ.e. í útbreiðslu vestrænnar menningar tii Afríku og Asíu. Nú hefur náðst meira jafnvægi með auknum fólksflutningum og samningum um frjálsara flæði vinnuafls, fjármagns, vöru og þjónustu en áður var. Með þessari aðferð er þó ýmsum skuggahliðum alþjóðavæðingarinnar viðhaldið: Lúxusvarningur fyrir Vesturiandabúa er framleiddur á láglaunasvæðum (Nike-skór í Víetnam), hráefnisnám sem raskar náttúrunni er stundað þar sem kröfur um umgengni við náttúruna eru litlar (báxít frá Brasilíu) og þegar markaðir fyrir skaðlega vöru dragast saman á Vesturlöndum er sala aukin þar sem varan er enn eftirsótt, m.a. vegna tákngildis sem hún hefur t.d. á sviði lífsstíls (sígarettur í Afríku). - Suðaustrið er því enn bakgarður norðvestursins. 48 Dæmi um skerpingu á fyrstu öldum kristni má t.d. sjá í ritinu Didache, líklega frá 1. eða 2. öld. The Didache, 1976. 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.