Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Blaðsíða 45

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Blaðsíða 45
hinna kristnu og fulltrúa hinna illu drottinvalda. Þessi átök eru hið sígilda leiðarstef Opinberunarbókarinnar eins og nú verður vikið að. II. Hinn „klassíski“ þráður Opinberunarbókarinnar Túlkunarsaga Opinberunarbókarinnar er óvanalega fjölbreytileg en í henni má þó greina ákveðna meginþræði sem viðeigandi er að hafa í huga þegar einstakar túlkanir á efni ritsins eru teknar til umfjöllunar. Margræðni tákn- heims Opinberunarbókarinnar og myndmáls hennar gerir það að verkum að unnt er að fara margar leiðir við að draga fram merkingu hennar og boðskap. Víðfrægar eru tiiraunir sjálfskipaðra spámanna og annarra andans manna til að afkóða framvindu Opinberunarbókarinnar í smæstu smáatriðum og heimfæra hana upp á sögulega atburðarás, hvort heldur í fortíð, framtíð eða nútíð - jafnvel allt í senn.29 Aðrir hafa heldur leitast við að túlka þá hugsun sem höfundur Opinberunarbókarinnar setur fram með myndmáli er heyrir til öðrum tíma og framandi bókmenntahefð með almennari hætti inn í þann samtíma sem ritskýrandinn stendur í hverju sinni.30 Opinberunarbókin er klassískt rit. Sem hluti af Biblíunni hefur hún í aldanna rás fengið það forskot að vera sjálfkrafa veitt athygli fyrir það eitt að tilheyra regluritasafninu.31 í stórvirki sínu, Sannleikur og aðferð (þ. Wahrheit und Methode; e. Truth and Method) heldur þýski heimspekingurinn Hans- Georg Gadamer því fram að „þegar við köllum eitthvað klassískt, þá vitum við um eitthvað varanlegt, sem hefur gildi sem getur ekki glatast og er óháð öllum tímanlegum aðstæðum — eins konar tímalaus nútíð sem er samtíða allri annarri nútíð“.32 Samkvæmt þessu býr hið klassíska verk yfir eigin- 29 Bók Jóns Espólín, Tilraun til skiljanlegrar útleggingar Opinberunar Jóhannis (Akureyri: Hákon Espólín, 1855), er athyglisvert dæmi um slíka túlkun úr íslenskri kristnisögu. Það er bók Gunnars Þorsteinssonar, Spádómarnir mtast: Framvinda heimsmála, ísrael og Harmagedón ([staður ótilgreindur]: ísafold, 1991) einnig. 30 Snjallt greiningarlíkan má sjá í bók Kovacs og Rowland, Revelation, bls. 8. Líkanið samanstendur af tveimur ásum, annars vegar þeim sem lýsir eðli túlkunarinnar, þ.e. hvort um ítarlega afkóðun (e. decoding) fyrir tilteknar sögulegar aðstæður á efni bókarinnar sé að ræða eða almennari raungervingu sem getur átt við um ýmsar aðstæður í sögunni (e. repeated actualization). Hins vegar tímaás sem segir til um hvort túlkunin gildir fyrir fortíð, nútíð eða framtíð. Eins og Opinberunarbókin sjálf getur túlkun vitaskuld náð til allra þessara vídda. 31 Sbr. Krister Stendahl, „The Bible as a Classic and the Bible as a Holy Scripture“,/5Z. 84 (1984): 3-10. 32 „Rather, when we cail something classical, there is a consciousness of something enduring, of significance that cannot be lost and that is independent of all the circumstances of time - a kind of timeless present that is contemporaneous with every other present." Hans-Georg Gadamer, Truth and Method (2. og endursk. útgáfa; þýð. Joel Weinsheimer og Donald G. Marshall; New York og London: Continuum, 2003 [1989]), 288. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.