Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Side 96

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Side 96
Sigurjón Árni Eyjólfsson, Háskóla íslands Viðbrögð við erindi Hjalta Hugasonar þann 20. janúar 2012 Inngangur Góðir áheyrendur, ég vil byrja á því að þakka Hjalta Hugasyni fyrir áhuga- vert erindi. Eins og flest ykkar vita er Hjalti afkastamikill fræðimaður sem skrifar mikið um kirkju, kristni, trú og samfélagsmál, svo eitthvað sé nefnt. í sínum fræðilegu greinargerðum hefur Hjalti aðallega fjallað um kirkjuleg eða sagnfræðileg málefni. í þessu erindi tekur hann skrefið eilítið frá „hreinni sagnfræði“ yfir á svið samstæðilegrar guðfræði. Innan fræðanna á meginlandinu og sérstaklega í þýskum málheimi er þetta algengt. Þannig átti kirkjusagnfræðingurinn Karl Holl (1866-1926) með Lútersrannsóknum sínum þátt í að umbylta samstæðilegri guðfræði millistríðsáranna. Það er auk þess vel þekkt að menn hreinlega söðli um og hér nægir að minnast Gerhards Ebeling (1912-2001). Hann hóf feril sinn árið 1947 í Túbingen sem prófessor í kirkjusögu, en skipti árið 1954 yfir í samstæðilega guðfræði. Tengsl kirkjusögu og samstæðilegrar guðfræði eru náin og má segja að samstæðileg guðfræði verði án sagnfræðinnar „abstrakt“ og kirkjusagan án hennar innantóm. Þessu veldur með orðum Hjalta: „Skilningur minn er sá að hlutverk sagnfræðinnar sé fyrst og fremst að greina fyrirbæri, atburði, aðstæður, þróun, tilhneigingar eða það sem oft er nefnt því óljósa nafni „strúktúrar“ í víddunum tíma og rúmi.“ Og hann heldur áfram og segir: „Sagnfræðin nýtist því að mínu viti við greiningu á aðstæðum og þróun hver sem tíminn raunverulega er: fjarlæg fortíð, nálæg fortíð, nútíð eða jafnvel framtíð.“ Hjalti nálgast viðfangsefni sitt þannig jafnt sagnfræðilega sem hugmynda- sögulega. Og afmarkar það enn frekar og segir: „Sjónarhornið verður þrengra, vestrænna, guðfræðilegra og kristnara þar sem ég mun ganga út frá vestrænum og í nokkrum mæli íslenskum aðstæðum og reyna að alhæfa nokkuð út frá þeim.“ En hér skulum við beina sérstaklega sjónum að umfjöllun Hjalta um nútímahyggjuna eða eins og hann orðar það, því „flókna fyrirbæri sem nútíminn eða módernítetið“ er. Móderníseringin er að mati Hjalta sérstak- 94
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.