Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Blaðsíða 134
ekki um þær áhyggjur af afkomu sinni sem daglaunamennirnir eða hinir
atvinnulausu í sögunni kunna að hafa. Hann er ekki upptekinn af órétt-
lætinu í launagreiðslum bóndans, heldur því að menn fóru í fylu og tóku
að skammast, vegna þess að þeir vildu fá meira en um var samið.
Þessar fyrstu hugsanir Max um líkinguna eru siðferðilegs eðlis, og spegla
hugmyndir hans um hvað er réttlátt, og um vingjarnlegt fólk og hvernig á
að koma fram við það. Eðli textans sem líkingar talaði ekki til hans á þessu
stigi, en það var þó kennslufræðilegur ásetningur minn að samræðurnar
mundu leiða hann áfram og opna nýja möguleika fyrir því sem í fyrstu
virtist framandi.
Við hófum svo samræður okkar að nýju, og markmið mitt var að opna
fyrir Max sjónarhorn textans sem líkingar. Ég spyr hann fyrst hvernig hann
skilji orðið himnaríki, þegar hann hugsar um söguna af verkamönnunum í
víngarðinum. Hann svarar:
— Ég hugsa um himininn og skýin og sólina, vegna þess að það var svo
hlýtt meðan þeir voru að vinna.
Ekki tókst mér með þessu að leiða hann að líkingunni og siðferðilegri
merkingu hennar. Ég fer mér því hægar og spyr hann hvernig hann hugsi
yfirleitt um himnaríki. Max svarar hissa:
— Nú, um himininn og skýin og sólina.
— Kannastu við orðið guðsríki?
— Auðvitað! svarar Max glaður.
— Þegar talað er um himnaríki í textanum, segi ég, þá þýðir það eigin-
lega það sama og guðsríki.
— Nú, eins og í Faðirvor, þegar maður segir: á jörðu sem á himni. Ég
kann Faðirvorið vel og ég get farið með það mjög hratt.
Það reynist rétt, hann fer með það mjög hratt! Ég spyr:
— Hvað þýðir þá þegar við segjum: Verði þinn vilji, svo á jörðu sem á
himni?
— Jú, þegar Guð vill að maður verði blautur, þá lætur hann rigna og
þegar hann vill að sólin skíni, þá skín sólin.
— Líttu aftur á byrjunina. Himnaríki á hér við alla söguna. Hvað kemur
þessi saga þá himnaríki við?
Max ljómar upp, slær sig á ennið til merkis um að eitthvað er að ljúkast
upp fyrir honum.
— Jú, ég veit. Bóndinn er kominn af himnum og verkamennirnir eru
englar, sem ekki hafa neinn yfirmann, nú, nei, það getur ekki verið, það
132