Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 75
Jóhannesar. Nægir í því sambandi að vísa til sýnar höfundarins um „nýjan
himin og nýja jörð“.28
Hér verður ekki ráðist í guðfræðilega túlkun á dómsdagsstefjum kristn-
innar, aðeins á það bent að ekki beri einvörðungu að líta á þau sem
lýsingar á eða spásagnir um atburði í náinni eða fjarlægri framtíð. Þvert á
móti getur allt eins verið um að ræða túlkanir á aðstæðum á tilurðartíma
Opinberunarbókarinnar og annarra skyldra texta.29 Aðeins skal undirstrikað
að dómsdagstextar kristninnar boða huggun, von eða það sem kalla má
lausn. Það kemur hvað best fram í einu af guðspjöllum annars sunnudags í
aðventu sem er einn af þeim textum kirkjuársins sem beina athyglinni með
hvað skýrustum hætti að heimsslitunum:
25Tákn munu verða á sólu, tungli og stjörnum og á jörðu angist þjóða,
ráðalausra við dunur hafs og brimgný 26Menn munu falla í öngvit af ótta
og kvíða fyrir því er koma mun yfir heimsbyggðina því að kraftar himnanna
munu riðlast. 27Þá munu menn sjá Mannssoninn koma í skýi með mætti
og mikilli dýrð. 28En þegar þetta tekur að koma fram, þá réttið úr yður og
berið höfðið hátt því að lausn yðar er í nánd.30
Heimsendir af mannavöldum
Eins og að framan getur hefur vitundin um að heimsendir sé ekki aðeins
mýtólógískur spuni úr stórsögu Biblíunnar eða stef úr Völuspd, heldur raun-
hæfur möguleiki, fylgt okkur sem fædd erum um miðbik síðustu aldar allt
frá vöggu. Hvernig þessi vitund hefur mótað lífsviðhorf okkar, lífshætti,
tilfinningar og samskipti er mér í raun hulið. Eg efast aftur á móti ekki um
að við höfum orðið fyrir víðtækri mótun.
Þegar íslendingar eiga í hlut hafa bókmenntir löngum verið nærtæk
loftvog á þær hugmyndir og kenndir sem bærast með þjóðinni. Breytingar
í þeim efnum sögðu enda fljótt til sín eftir þær hörmungar sem gengu yfir
heimsbyggðina í síðari heimsstyrjöldinni og í kjölfar hennar. Þótt nú sé litið
svo á að um þetta leyti hafi nútíminn runnið skeið sitt til enda á heimsvísu
mörkuðu þessar hamfarir á margan hátt upphaf nútímans á Islandi en áður
var landið eitt af fátækustu ríkjum Evrópu. I þessu sambandi er nærtækt
að benda á ljóðabálkinn Sóleyjarkvœði (1952) og ljóðin í Sjödœgru (1955)
28 Opb 21.1-21.7.
29 Sjá t.d. Hartman, 1971: 86.
30 Lúk 21.25-21.28. .
73