Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Síða 105

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Síða 105
heiminn og þeir voru miklir þjóðernissinnar og heitir í baráttu sinni fyrir eflingu íslenskra þjóðréttinda. A námsárum sínum skrifaði Helgi nokkrar greinar um hugðarefni sín í tímaritið Sunnanfara sem íslenskir menntamenn í Kaupmannahöfn gáfu út og má segja að hann hafi verið í fararbroddi þeirra sem voru róttækastir á þessum árum. Miklar vonir voru bundnar við þennan glæsilega námsmann og leiðir til rannsóknarstarfa opnuðust og hann tók þátt í rannsóknarleiðangri til Grænlands sama ár og hann útskrifaðist frá háskólanum í Kaupmannahöfn. Þar er talið að hann hafi ofgert heilsu sinni og má rekja vanheilsu þá sem hann átti oft við að stríða til áfalls sem hann varð fyrir í þessari ferð.6 Arið 1905 kom út rannsóknarrit eftir hann um jarðfræði Islands og var hann sæmdur doktorsnafnbót fyrir það verk af Kaupmannahafnarháskóla. Var hann fyrstur íslenskra jarðfræðinga til að hljóta þá nafnbót. Hann komst í tengsl við erlenda fræðimenn og vísindastofnanir, fékk rannsóknarstyrki og birti greinar á fræðasviði sínu. Um aldamótin 1900 fór Helgi að kynna sér rannsóknir og skrif um svefn og drauma og í framhaldi af því kynnti hann sér niðurstöður sálarrannsókna (e. psychic research) og kenningar spíritista og annarra um miðlafyrirbæri, dásvefn og hugsanaflutning. Hóf hann sjálfur að rannsaka þessi fyrirbæri út frá eigin reynslu en tók einnig þátt í miðilsfundum. Frá árinu 1904 voru hæg heimatökin í þessu efni í Reykjavík því þá kom upp mikill og almennur áhugi á sálarrannsóknum og spíritisma. Stofnað var sérstakt félag áhugafólks úr efri stéttum Reykvíkinga um þessi mál, Tilraunafélagið, en nafn Helga er þó ekki að finna á félagaskrám sem varðveist hafa frá því.7 Helgi virðist hafa lesið mikið um það sem birtist um þessi mál erlendis en töluverður áhugi var á þessum fyrirbærum meðal menntamanna, einkum á Englandi og í Ameríku. A þessum árum verður Helgi fyrir dulrænni reynslu sem átti eftir að hafa mótandi áhrif á hugsun hans og val á viðfangsefnum það sem eftir var ævinnar. Hann getur um þessa reynslu í blaðagrein árið 1912 en ítarlegri lýsing birtist síðar.8 Þessi reynsla fól í sér persónuleg tengsl Helga við æðri 6 Steindór Steindórsson skólameistari Menntaskólans á Akureyri greindi frá þessu í kennslustund í sögu íslenskrar jarðfræði. Sagði hann svo frá að Helgi hefði látið kjöldraga sig til þess að sýna félögum sínum og sanna hreysti sína en ofkældist við það og missti svefn. 7 Pétur Pétursson, Trúmaður á tímamótum. Ævisaga Haralds Níelssonar, Reykjavík: Hið íslenska Bókmenntafélag, bls. 203. 8 Helgi Pjeturss, Valdar ritgerðir I, Reykjavík: Skákprent, 1991, bls. 262 103
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.