Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Síða 42

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Síða 42
verið skrifuð fyrir eyðingu musterisins í Jerúsalem árið 7017 og enn aðrir sett fram áhugaverðar tilgátur, með aðferðum heimilda- og útgáfurýni, þess efnis að í Opinberunarbókinni sé að fxnna efni frá báðum tímaskeiðum. Hluti hennar hafi verið skrifaður um 68, sem hafi síðan verið endurskoðaður og fullfrágenginn síðar á fyrstu öld, sennilega undir lok hennar.18 Þessi þrjú álitaefni, er snúa að höfundi ritsins, ritunarstað þess og -stund, tengjast öll fjórða álitaefninu sem nú verður vikið að, en það eru þær sögulegu og félagslegu aðstæður sem ritið er sprottið upp úr. Það er öllu margslungnara en hin þrjú en um leið mikilvægast fyrir umfjöllun þessa um ritskýringarrit Sigurbjörns Einarssonar. Það hefur lengi loðað við Opinberunarbókina að hún hafi verið skrifuð í ofsóknum gegn hinum kristnu. Engum sem les dylst að texti ritsins er þrunginn spennu milli þess hóps sem höfundurinn tilheyrir og valdamikilla andstæðinga sem taka á sig hinar ýmsu myndir (t.d. drekinn, dýrin tvö og skækjan). Auk þess er á fáeinum stöðum beinlínis talað um þrengingar og valdbeitingu.19 Algeng tímasetning ritsins undir lok valdatíma Dómitíanusar keisara, sem er m.a. þekktur fyrir þær sakir að á valdatíma hans jukust pólitískar ofsóknir í Róm, virðist hafa gefið fræðimönnum ástæðu til að ætla og leita röksemda fyrir því að Dómitíanus hafi staðið fyrir skipulögðum ofsóknum gegn kristnu fólki. Á síðustu árum hefur fylgi við þessa skoðun dvínað, sérstaklega meðal fræðimanna vestanhafs.20 Ástæðan fyrir því er sú að sýnt hefur verið fram á svo ekki verður um villst að Dómitíanus stóð ekki fyrir skipulögðum ofsóknum gegn kristnum og enn síður í skattlandinu Asíu þar sem Opinberunarbókin var skrifuð.21 En hverjar voru þá þrengingarnar sem höfundur Opinberunarbókarinnar horfðist í augu við? 17 Sjá t.d. Christopher Rowland, The Open Heaven (London: SPCK, 1982), 403. 18 Slíku er t.a.m. haldið fram af Steven J. Friesen í Imperial Cults and the Apocalypse of John (Oxford: Oxford University Press, 2001), 136 og Aune, Revelation 1-5, lvi-lxx. 19 í Opb 1.9 minnist höfundur á þrengingar eða einhvers konar kúgun (gr. þlipsis) sem hann á hlutdeild í með þeim sem hann ávarpar. í Opb 2.13 er talað um mann að nafni Antípas sem tekinn var af lífi, sennilega af yfirvöldum í Pergamon og í Opb 6.9-11 sér höfundur í sýn „undir altarinu sálir þeirra manna sem drepnir höfðu verið sakir Guðs orðs og vitnisburðarins sem þeir höfðu borið“. 20 Þýskir sérfræðingar virðast enn ganga út frá því að Dómitíanus hafi staðið fýrir skipulögðum ofsóknum og þar sé sögulegt samhengi Opinberunarbókarinnar að finna. Prýðilega úttekt á umfjöllun þýskra fræðimanna um Opinberunarbókina er að finna í væntanlegri bók Sigurjóns Árna Eyjólfssonar, Trú, von ogþjóð (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, væntanleg). 21 f þessari umræðu markar bók Adelu Yarbro Collins, Crisis and Catharsis: The Poiver of the Apocalypse (Louisville: The Westminster Press, 1984) tímamót. Hún kannaði ítarlega þær heimildir sem eru fyrir hendi um ofsóknir á hendur kristnu fólki á valdatíma Dómitíanusar og 40
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.