Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Blaðsíða 68

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Blaðsíða 68
grískum heimspekingum, höfundum biblíurita eða guðfræðingum miðalda {skólastíkerum). Eftir innreið nútímans var tekið að beina athyglinni fram á við: nýsköpun þekkingar varð keppikeflið. Menn tóku að „sækja þekkingu“ eins og Kára Stefánssyni í Islenskri erfðagreiningu er tamt að komast að orði. Nú skyldi seilst eftir þekkingunni inn í framtíðina í stað þess að grafast fyrir um hana í ritum frá fortíðinni. Á þessu skeiði fluttist áherslan einnig frá hinu einstaka (kasúistíska) yfir á það algilda. Kasúistík hafði áður ráðið ferðinni eins og kemur t.d. vel fram í fornri löggjöf þar sem ekki eru settar fram almennar réttarreglur heldur lýst skyldum og sagt fyrir um viðbrögð, refsingar og viðurlög við einstökum brotum sem lýst var í smáatriðum. Munnleg, hefðbundin þekking saman- stóð á hliðstæðan hátt af húsráðum, þumalfmgursreglum og hollráðum um hvernig bregðast skyldi við einstökum upp komnum vanda. Hreinasta form hinnar nýju bóklegu þekkingar var „náttúrulögmálið“, hin algilda regla eða formúla sem heimfæra mátti upp á ólíkar og jafnvel áður óþekktar aðstæður. Samtímis hliðraðist áherslan frá hinu staðbundna að hinu sameiginlega eða almenna. Hefðbundin þekking mótaðist af aðstæðum á hverjum stað og hafði takmarkað útbreiðslusvæði, eina sókn, hérað eða landshluta, nation í fornri merkingu. Mörkin voru þó flæðandi og afbrigði munnlega miðluðu menningarinnar ekki skýrt afmörkuð. Munnlega menningin var þvert á móti að verulegu leyti stað- eða stéttarbundið tilbrigði við útbreidd stef sem voru sameiginleg stórum svæðum. Flökkusögur og þjóðlög, ásamt siðum og venjum af ýmsu tagi, varpa ljósi á þetta samspil hins staðbundna og hins sameiginlega. Um munnlega menningu var með öðrum orðum líkt háttað og um mállýskur. Greina mátti séráherslur á hverjum stað þótt samsvörun væri augljós á stærra svæði. Bókleg þekking átti sér aftur á móti lítil mörk eða mæri. Hún var í stórum dráttum sú sama meðal hinnar menntuðu stéttar álfunnar.15 Við upphaf nútímans hliðraðist áherslan loks frá hinu tímanlega til hins tímalausa. Náttúrulögmálin sem leidd voru í ljós í kjölfar vísindabyltingarinnar voru álitin afhjúpa nýja algilda og almenna þekkingu og voru í hugum manna komin til að vera. Það var ekki fyrr en löngu síðar að menn uppgötvuðu að hin bóklega, lærða þekking er líka fallvölt og að viðmiðaskipti hafa tilhneigingu til að endurtaka sig. Það er beinlínis forsenda þess að hin vísindalega þekking endurnýist, a.m.k. samkvæmt hugmyndum Thomasar Kuhn. 15 Burke, 1983: 44-75. 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.