Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Síða 129
sem vakna af þeirra eigin hugmyndum um heiminn. Það er svo áskorun
til hinna fullorðnu, sem þeir ættu að taka alvarlega, að skilja hinn andlega
sannleika í svörum þeirra.24
Af þessum staðhæfingum hljóta að vakna spurningar um hvort þetta
sé raunin og hvort hugmyndir barna um heiminn séu ekki fyrst og fremst
fengnar úr uppeldisumhverfinu. Sumir fræðimenn sem vinna mjög náið
með börnum ganga býsna langt í því að staðhæfa að börn, jafnvel mjög ung
börn, búi yfir trúarlegri reynslu og hugsunum sem séu annað og meira en
eftirmynd áhrifa frá fullorðnum.
Sofia Cavaletti, þekktur ítalskur biblíufræðingur sem í 30 ár hefur
rannsakað trúarþroska barna, ásamt samstarfskonu sinni Giönnu Gobbi,
sem á sínum tíma vann náið með Maríu Montessori, staðhæfir: „Það er
staðreynd að þegar kemur að hinu trúarlega, þá vita börn hluti sem enginn
hefur sagt þeim.“ Hún staðhæfir enn fremur að trúarlegar hugmyndir
barna geti verið í beinni andstöðu við það sem er ríkjandi í uppeldisum-
hverfi barnsins.25 í svipaðan streng tekur Robert Coles, barnageðlæknir og
prófessor við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum, í bók sinni The spiritual
life of Children,1G en hún er byggð á viðtölum við fjölmörg börn víða um
heim sem aðhyllast ólík trúarbrögð. Það virðast því vera býsna sterk rök
sem færa má fyrir því að bæði skilyrði Schweitzers séu uppfyllt. Þó er varað
við því að foreldrar og aðrir uppalendur og fræðarar varpi frá sér ábyrgð
varðandi leiðsögn í trúarlegu uppeldi, þótt börnin búi yfir þessari færni.
Það er áskorun til fullorðinna að leggja sig fram við að skilja guðfræðilegar
hugrenningar barna. Hlutverk hins fullorðna er að hlusta, ræða við barnið
og læra af barninu.
Barnaguðfræði — guðfræði fyrir börn
Eitt meginviðfangsefni trúaruppeldisfræðinnar, sem fræðigreinar innan
guðfræðinnar, hefur ætíð verið að finna leiðir til að kynna börnum kristna
trú með þeim hætti að þau geti vaxið að þekkingu og skilningi á Guði og
kristinni trú og kenningu. Viðfangsefni hennar hefur verið að gera sér grein
24 Schweitzer, Friedrich. 2003. „Was ist und Wozu Kindertheologie?" I Bucher A. o.fl. „Im
Himmelreich ist keiner sauer. “ Kinder als Exegeten. Jahrbuch fur Kindertheologie Bd 2, 2003. bls.
10. Stuttgart. Calwer Verlag.
25 Cavaletti, Sofia. 1992. The religious Potential of the Child: Experiencing Scripture and Liturgy with
young Children. Chicago. Liturgy Training Publications.
26 Coles, Robert. 1990. The spiritual Life of Children. Harper Collins Canada.
127