Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Síða 88

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Síða 88
hafa á umgengni okkar við náttúruna. I þessu efni má minna á ummæli úr skýrslu Alþjóðanefndar um framtíð matvæla og landbúnaðar en þar segir m.a.: Hin drambsömu vísindi á Vesturlöndum hafa gilda ástæðu til að sýna auð- mýkt og sameinast hinum fjölbreyttu þekkingarkerfum heimsins, verkkunn- áttu þeirra og vísdómi. Þær aðferðir sem náð hafa hvað mestum árangri í aðlöguninni að vistfræðilegum aðstæðum nútíðar og framtíðar byggjast raunar á staðbundinni og hefðbundinni þekkingu. Söguleg þekking á því hvernig nýta má náttúruauðlindir með árangursríkum og skaðlausum hætti, láta garða og akra „uppskera af sjálfu sér“ og draga úr veðurtengdum hættum er ómetanleg á tímum þverrandi auðlinda og óhjákvæmilegra umskipta frá iðnbúskap til vistvænnar framleiðslu og vinnslu matvæla. Með því að sameinast hinni heildstæðu vísindalegu heimsmynd, mæli- tækjum hennar og skilningi á stórum og smáum lífsferlum, gæti hin svokall- aða óvísindalega þekking á staðbundnum, hefðbundnum og upprunalegum vettvangi, að fjölbreyttum verðmætakerfum og andlegum sameiningarað- ferðum [leturbr. HH] meðtöldum, eflt möguleika mannkynsins til að takast á við þá fordæmislausu erfiðleika sem framundan eru. I þessu gæti jafnframt falist heildstæð nálgun og breytingar á gildismati okkar, skilningi, lífsstíl og þeim siðareglum sem fylgt er við notkun og dreifmgu [t.d. matvæla - innsk. HH]. Brýnt er að sú þekking sem aflað hefur verið til þessa sé viðurkennd og krufin til mergjar.60 Þetta eru umhugsunarverð ummæli. Hér er mannkyn hvatt til að taka ráð sitt saman frammi fýrir stærstu ógninni sem það hefur mætt á vegferð sinni og „spyrja um gömlu göturnar" svo vísað sé til Ritningarinnar.61 Þá er og hvatt til að hugað sé að því hvernig sameina megi „stóra menningu“ (hin drambsömu vísindi á Vesturlöndum) ýmsum tilbrigðum um „litla 60 Ákall til mannkyns, 2011: 104. Aðra brýna áskorun er að finna í skýrslunni þar sem er varað við að ræktarlönd séu nýtt til framleiðslu lífefnaeldsneytis í stað korns, maíss, hrísgrjóna eða annarra matvæla og fóðurs. Framleiðsla eldsneytis tryggir einkum betur settum íbúum heims möguleika á óbreyttu lífsformi á kostnað þcirra sem skortir lífsnauðsynjar. Framleiðsla slíks eldsneytis leggur því sitt af mörkun til að viðhalda og auka ranglætið í heiminum frekar en að draga úr því. Þannig segir: „Meira en 850 milljónir manna í heiminum búa við hungursneyð og enn fleiri líða næringarskort. Því meir sem lönd eru nýtt til ræktunar fyrir lífefnaeldsneyti í stað matar (að „hráefni“ meðtöldu) þeim mun minna verður matvælaöryggið og hungrið eykst. Öflun nægilegrar fæðu er réttlætismál og eins konar prófsteinn á manngæsku okkar; að matur sé látinn víkja fyrir eldsneyti svo unnt sé að viðhalda iðnvæddum og neyslufrekum lífsstíl hinna fáu er einfaldlega siðlaust" (Ákall til mannkyns, 2011: 95). Trúarbrögð og trúarstofnanir hafa löngum talið sig standa vörð um kærleika, fórnfýsi, manngæsku og siðgæði. - Daufheyrist þau við ákalli og brýningu til að láta mál sem þetta til sín taka, verða þau að gefa það tilkall upp á bátinn. 61 Jer 6.16. 86
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.