Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Blaðsíða 142

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Blaðsíða 142
sjónarmið leiða inn á slóðir gremjunnar og er sjónum beint að nálgunum Josephs Butler og Jeffries Murphy en þær eru ólíkar; sú fyrri útskýrir gildi gremjunnar fyrir siðferðið og samfélagið en hin síðari fyrir einstaklinginn og sjálfsvirðinguna. Stef fyrirgefningar og reiði í trúarbrögðum í eingyðistrúarbrögðum gyðingdóms, kristni og íslams er fyrirgefning fyrir- ferðarmikið stef. Svipað má segja um hindúasið og búddatrú þar sem hún er álitin mikilvæg dygð. Innan gyðingdóms, kristni og íslams er fyrirgefningin jafinan tengd eðli Guðs og einstaklingar hvattir til að fyrirgefa vegna þess að Guð hafi að fyrra bragði fyrirgefið þeim syndir þeirra. I búddatrú getur fyrir- gefningin falið í sér tvennt: niðurfellingu refsingar og höfnun reiði. Þá er í búddatrú lögð áhersla á dygðir sjálfstjórnar og þolinmæði og er fyrirgefning ein birtingarmynd þeirra dygða. Búdda sjálfur er sagður hafa álitið að reiðin væri andstæða fyrirgefningarinnar og í hans augum leiddi hún til þjáningar, bæði fyrir hinn reiða og þolendur reiðinnar. Þessi skilningur Búdda á illum afleiðingum reiðinnar, bæði fyrir einstaklinga og samfélag, er forsenda hins algenga jákvæða skilnings búddatrúarmanna á fyrirgefningunni.3 I vedískum textum hindúasiðar (um 5000-1000 f.Kr.) kemur fyrirgefn- ingarstefið oft fyrir og tengist meðal annars dygðum eins og náð, miskunn og réttlæti. Þeir sem vilja halda sig á vegi dharma (orðið kemur úr sanskrít og merkir lögmál eða samfélagslegur siður) verða að iðka fyrirgefningu, sýna samúð og stillingu. í einni grein hindúasiðar er litið á eiginkonu Vishnu, Lakshmi (Sri), sem gyðju fyrirgefningarinnar og hún fyrirgefur óháð því hvort menn iðrast. Guðinn Vishnu, hins vegar, fyrirgefur aðeins ef menn sýna iðrun.4 Innan íslams er fyrirgefningin mikilvæg bæði fyrir lífið hér og nú og lífið að loknu þessu. Að biðja fyrirgefningar er tákn auðmýktar og í mann- legum samskiptum er talið auðveldara að fyrirgefa ef sá sem brotið hefur á manni sýnir iðrun. Allah getur þó fyrirgefið án þess að iðrun eigi sér stað.5 í Kóraninum eru þrjú hugtök sem geta merkt fyrirgefningu: „ajw“ sem þýðir 3 Michael E. McCullough, Kenneth I. Pargament og Carl E. Thoresen (ritstj.), Forgiveness. Theory, Research, andPractice, „Religious Perspective on Forgiveness“, Mark S. Rye, Kenneth I. Pargament, M.Amir Ali, Guy L. Beck, Elliot N. Dorff, Charles Hallisey, Vasudha Narayanan & James G. Williams, New York, London: The Guilford Press, 2000, bls. 22. 4 Sama heimild, bls. 29-30, 32, 34-35. 5 Sama heimild, bls. 31. 140
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.