Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Side 67

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Side 67
Viðmiðaskipta tók ekki að gæta í öllum lögum samfélagsins strax í kjölfar vísindabyltingarinnar. Lengi hefur þorri fólks að mestu verið ósnortinn af þeim breytingum sem voru í deiglunni í hinum menntuðu lögum samfélagsins. Ymsar kviksögur af því sem um var að vera á efri hæðum „fílabeinsturnsins“ hafa þó fljótt tekið að spyrjast út í einfaldaðri og yfir- drifinni mynd. Viðmiðaskiptin einkenndust enda af miklum árekstrum milli eldri og yngri heimsmyndar þegar kirkjan leitaðist við að verja hina viðteknu heimsmynd. Dómar sem felldir voru yfir frumkvöðlum á sviði vísinda sem litið var á sem trúvillinga og aftökur þeirra hafa ekki farið framhjá fjöldanum sem raunar bar að mæta við slík tækifæri og vera vitni að því sem fram fór, sjálfum sér og öðrum til viðvörunar. Það var ekki fyrr en á upplýsingartímanum á 18. öld sem viðmiðaskipti vísindabyltingar- innar var miðlað til breiðari þjóðfélagshópa.11 A svipuðum tíma var tekið að draga ýmsar hagnýtar ályktanir af hinni nýju vísindalegu þekkingu og næsta bylting, tæknibyltingin, hófst fyrir alvöru. Hún kom ekki síst fram í iðnbyltingunni sem oftast er talin hefjast með spunaverksmiðjum á Englandi um miðbik 18. aldar. En nokkru áður hafði nothæf gufuvél verið smíðuð.12 fslenska hliðstæðu þessarar þróunar má sjá í Innréttingum Skúla Magnússonar (1711-1794) landfógeta.13 íslenska iðnbyltingin hófst þó ekki fyrr en miklu síðar eða á 20. öld. Frá munnlegri menningu til ritmenningar Við upphaf nútímans átti sér stað sú grundvallarbreyting að munnlega miðluð menning vék fyrir ritmenningu.14 Munniega miðluð hefðbundin þekking vék þá fyrir bóklegri þekkingu. Sú síðarnefnda átti uppruna sinn í mennta- stofnunum sem tengdust kirkjunni og efri stéttum samfélagsins. Samtímis átti sér líka stað athyglisverð breyting á viðhorfinu til þekkingarleitarinnar sjálfrar. Áður var litið um öxl og þekkingar leitað í sameiginlegri reynslu kynslóðanna eða hjá fornum höfundum sem öðlast höfðu viðurkenningu: 11 Hér munaði mjög um frönsku alfræðiorðabókina Encyclopédie, ou dictionnaire raisonné des sciences, des arts et des métiers þeirra Denis Diderot (1703-1784), Jeans la Rond d’Alembert (1717-1783) og félaga (Encyclopédie. Slóð, sjá heimildaskrá). Hér norður frá gerðist þetta með útgáfustarfi Lærdómslistafélagsins og arftaka þess, Hins konunglega íslenska landsuppfræðingarfélags, undir forystu Magnúsar Stephensen (1762-1833) konferensráðs. Með ritum af ýmsu tagi skyldi alþýðan uppfrædd inn í nútímann. 12 Industrial Revolution. Slóð, sjá heimildaskrá. 13 Einar Laxness, 1995(2): 12-14. 14 I þessum kafla er einkum byggt á Toulmin,1995: 54-62. 65
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.