Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 67
Viðmiðaskipta tók ekki að gæta í öllum lögum samfélagsins strax í kjölfar
vísindabyltingarinnar. Lengi hefur þorri fólks að mestu verið ósnortinn
af þeim breytingum sem voru í deiglunni í hinum menntuðu lögum
samfélagsins. Ymsar kviksögur af því sem um var að vera á efri hæðum
„fílabeinsturnsins“ hafa þó fljótt tekið að spyrjast út í einfaldaðri og yfir-
drifinni mynd. Viðmiðaskiptin einkenndust enda af miklum árekstrum
milli eldri og yngri heimsmyndar þegar kirkjan leitaðist við að verja hina
viðteknu heimsmynd. Dómar sem felldir voru yfir frumkvöðlum á sviði
vísinda sem litið var á sem trúvillinga og aftökur þeirra hafa ekki farið
framhjá fjöldanum sem raunar bar að mæta við slík tækifæri og vera vitni
að því sem fram fór, sjálfum sér og öðrum til viðvörunar. Það var ekki fyrr
en á upplýsingartímanum á 18. öld sem viðmiðaskipti vísindabyltingar-
innar var miðlað til breiðari þjóðfélagshópa.11 A svipuðum tíma var tekið
að draga ýmsar hagnýtar ályktanir af hinni nýju vísindalegu þekkingu
og næsta bylting, tæknibyltingin, hófst fyrir alvöru. Hún kom ekki síst
fram í iðnbyltingunni sem oftast er talin hefjast með spunaverksmiðjum á
Englandi um miðbik 18. aldar. En nokkru áður hafði nothæf gufuvél verið
smíðuð.12 fslenska hliðstæðu þessarar þróunar má sjá í Innréttingum Skúla
Magnússonar (1711-1794) landfógeta.13 íslenska iðnbyltingin hófst þó ekki
fyrr en miklu síðar eða á 20. öld.
Frá munnlegri menningu til ritmenningar
Við upphaf nútímans átti sér stað sú grundvallarbreyting að munnlega miðluð
menning vék fyrir ritmenningu.14 Munniega miðluð hefðbundin þekking
vék þá fyrir bóklegri þekkingu. Sú síðarnefnda átti uppruna sinn í mennta-
stofnunum sem tengdust kirkjunni og efri stéttum samfélagsins. Samtímis
átti sér líka stað athyglisverð breyting á viðhorfinu til þekkingarleitarinnar
sjálfrar. Áður var litið um öxl og þekkingar leitað í sameiginlegri reynslu
kynslóðanna eða hjá fornum höfundum sem öðlast höfðu viðurkenningu:
11 Hér munaði mjög um frönsku alfræðiorðabókina Encyclopédie, ou dictionnaire raisonné des sciences,
des arts et des métiers þeirra Denis Diderot (1703-1784), Jeans la Rond d’Alembert (1717-1783)
og félaga (Encyclopédie. Slóð, sjá heimildaskrá). Hér norður frá gerðist þetta með útgáfustarfi
Lærdómslistafélagsins og arftaka þess, Hins konunglega íslenska landsuppfræðingarfélags, undir
forystu Magnúsar Stephensen (1762-1833) konferensráðs. Með ritum af ýmsu tagi skyldi alþýðan
uppfrædd inn í nútímann.
12 Industrial Revolution. Slóð, sjá heimildaskrá.
13 Einar Laxness, 1995(2): 12-14.
14 I þessum kafla er einkum byggt á Toulmin,1995: 54-62.
65