Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Blaðsíða 162

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Blaðsíða 162
Haraldur Hreinsson, Háskóla íslands: Ritdómur Jón Ma. Ásgeirsson og Þórður Ingi Guðjónsson. Frá Sýrlandi til Islands: Arfur Tómasar postula. Reykjavík 2007. Háskólaútgáfan. 390 s. Á síðustu öld tóku hugmyndir fólks um trúarlegt landslag frumkristninnar stakkaskiptum. Hinni hefðbundnu mynd af „frumkirkjunni“ svokölluðu, sem með fulltingi postula á borð við Pétur og Pál varði hina „réttu kenn- ingu“ (orþódoxíu) fyrir ágangi „villutrúarmanna“, hefur nú verið vikið til hliðar. Ekki er lengur litið svo á að söguritun um þessar aldir þurfi að hverfast um þann hóp kristinna sem var opinberlega tekinn gildur af rómverskum yfirvöldum á fjórðu öld. Nýjar rannsóknaraðferðir og áður óþekktar heimildir hafa gert fræðimönnum kleift að líta þessa sögu öðrum augum og er nú tekist á um hvernig koma skuli skikkan á hana í ljósi hinna nýju heimilda. Flestir hljóta þó að vera sammála um að myndin af hinum trúarlegu kringumstæðum frumkristninnar sé fjölskrúðug og verði að hafa rými fyrir hugmyndir og hefðir sem hafa legið í þagnargildi síðan þeim var úthýst af þeim sem urðu ofan á í deilum um rétta og ranga kenningu á fyrstu öldum þessa tímatals. Ein þessara hefða er svonefnd Tómasarkristni. Um hana hefur lítið verið skrifað á íslensku - hið sama gildir raunar um gnóstísk trúarbrögð almennt - en úr því var stórlega bætt fyrir fáeinum árum þegar bókin Frd Sýrlandi til íslands: Arfur Tómasar postula eftir Jón Ma. Ásgeirsson, fyrrum prófessor í nýjatestamentisfræðum við HI, og Þórð Inga Guðjónsson, sérfræðing á Árnastofnun, kom út. Þar er fjallað ítarlega um þrjá trúar- lega texta sem höfundarnir telja fulltrúa Tómasarkristni. Þar er um að ræða Tómasarguðspjall (sem út kom á íslensku í þýðingu Jóns Ma. árið 2001), Tómasarkver (e. The Book ofThomas) og Tómasarsögu (e. The Acts of Thomas). Tvö fyrrnefndu ritin komu ekki fyrir sjónir fræðimanna fyrr en í koptískum þýðingum í Nag Hammadi-safninu árið 1945. Hið þriðja, Tómasarsaga, hefur aftur á móti varðveist í ýmsum gerðum og þýðingum og tekið breytingum í samræmi við það. Þannig var Tómasarsaga ein þeirra helgisagna sem þýdd var úr latínu á norrænu í öndverðu íslenskrar kristni 160
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.