Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 18
A u ð u r Ava Ó l a f s d ó t t i r 18 TMM 2013 · 4 – Maður hugsar um dauðann. Þegar maður er búinn að eignast barn, veit maður að maður deyr einhvern tímann. (Afleggjarinn. Salka 2007. Bls 97.) Af öllum listgreinum tekur skemmstan tíma að deyja í bíómyndum og vegna þess hve mínútan er dýr er yfirleitt reynt að ná sem flestum í einni sprengingu. Það er líklega það sem ný-sjálenski kvikmyndaleikstjórinn Jane Campion, höfundur The Piano, átti við þegar hún í viðtali var spurð um muninn á kvenkyns og karlkyns leikstjórum. Helsta einkenni karlkyns- leikstjóra, sagði hún, er að þeir eru alltaf að sprengja.5 Spurningin er hversu fagurfræðilegur sá dauði er? Í rómantísku gamanmyndinni Shakespeare in love sem fjallar um það tímabil í ensku leikhúsi þegar karlmenn léku konur (þeir léku reyndar öll hlutverk) er sagt frá karlkynsleikara sem brilleraði í kvenhlutverkum. Það eina sem hann höndlaði ekki var þegar kom að því að láta Desdemónu eða Ófelíu eða Júlíu deyja, því „það var ekki hægt að láta fegurðina deyja“. Og þá held ég að sé rétt að gera svohljóðandi játningu. Þótt ég telji að sumar bækur séu mikilvægari en aðrar, þá trúi ég ekki á skiptingu í kven- og karlrithöfunda í tengslum við stór og lítil viðfangsefni, ekki frekar en ég trúi því að skáldsaga geti verið annaðhvort stíll eða saga. Og af því að höf- undarvitund getur valsað um á mörgum stöðum og á mörgum tímaplönum samtímis, þá er ég ekki viss um að ég trúi á söguþráð heldur, eða dó ekki söguþráður út fyrir meira en hundrað árum? Hvarf ekki plott í leikriti á þarsíðustu öld? Lifum við ekki á þráðlausum tímum, er ástæða til að halda þræði? Væri ekki nær að tala um blúndu en þráð? Málið er, að ég er orðin rosalega þreytt á söguþræðinum. Ég sé enga ástæðu til að svala þörf lesanda fyrir upphaf, miðju og endi. Í staðinn lagði ég til byggingu sem minnti á köngulóarvef. (…) Ef við tökum sem dæmi það sem gerst hefur í lífi þínu undanfarnar vikur, María, þá sé ég ekki fyrir mér að það sé hægt að koma böndum á óreiðuna og troða inn í ramma tvö hundruð áttatíu og fimm blaðsíðna bókar. (Undantekningin, de arte poetica. Bls 230.) Þess utan trúi ég því ekki að hversdagsleikinn sé venjulegur og stríð óvenjulegt, heldur sé stærsta stríðið ávallt háð í sálarkima söguhetju þar sem hún hittir fyrir sjálfa sig. Ég tel aftur á móti mikilvægt að gera því skil að maðurinn sé eina dýrið sem grætur og hvernig eigi að lifa með þjáningunni6 en ég held ekki að kvenrithöfundar séu færari í að fjalla um háskaleiki eins og ástina á meðan karlmenn keppist við að raða atburðum á þvottasnúrur sem strekktar eru milli upphafs og endis, – og takið eftir að ég nota kvenlíkingu í staðinn fyrir söguþráð. Ég held heldur ekki að bygging leikrita eftir konur einkennist af eldhússkápaóreiðu, að hún sé „like a mess in the kitchen“, líkt og hefur verið staðhæft. Og ég trúi því ekki heldur að kvenrithöfundar séu betri í staðfræði eldhúsa og svefnherbergja eða hvað tók það Proust marga tugi blaðsíðna að fá sér morgunmat?7 Og bæ ðe vei þá held ég að Hér eftir Kristínu Ómarsdóttur sé mikilvægasta skáldsaga sem skrifuð hefur verið af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.