Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 98

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 98
Ó m a r Va l d i m a r s s o n 98 TMM 2013 · 4 Á bak við hreppsspítalann í Yomju var Rauði krossinn að koma fyrir vatnstanki og setja inn vatnslagnir sem ekki höfðu verið teknar með í reikninginn þegar spítalinn var byggður drjúgum áratug áður. Í bakgarð- inum var stór hola, orðin að minnsta kosti fjögurra metra djúp. Þaðan bárust taktbundin hróp og köll og svo flugu leirklumparnir upp. Ofan í holunni stóðu fjórir menn í ökkladjúpu vatni, einn þeirra berfættur. Tveir voru með skóflur, hinir tveir héldu á milli sín segldúk sem mokað var í. Svo töldu þeir: einn … tveir … og þrír! … og fleygðu leirklumpunum upp með kröftugu átaki og meiri hrópum og köllum. Þarna, og á mörgum fleiri stöðum sem nutu góðs af verkefninu, höfðu menn verið að handmoka í marga mánuði. Það var ekki vandamál, sagði yfirlæknirinn í Yomju, við getum auðveldlega safnað fjögur þúsund manns til að grafa nokkurra kílómetra langa skurði fyrir vatnslagnir. Snilligáfa feðganna Kvöldfréttirnar í ríkissjónvarpinu í Norður-Kóreu byrjuðu ævinlega á sama hátt, með söng um goðsögulega eiginleika leiðtogans, Kim Jong-il, og fjallið þar sem hann er sagður hafa fæðst, Paektu. Eftir lát hans í desember 2011 flutti ríkissjónvarpið fjölda frétta um yfirnáttúruleg fyrirbæri í berginu: ísinn á stóru vatni klofnaði í tvennt, rauður bjarmi lýsti upp fjallið og tugir skjóa höfðu safnast saman í tré, sameinaðir í sorg, að sögn embættismanns sem sagði ríkissjónvarpinu í Pyongyang söguna og BBC sýndi daginn eftir. „Það er ekki hægt að afgreiða þetta sem náttúrufyrirbrigði,“ sagði hann í sjónvarpsviðtalinu. „Þetta sýnir að ekki aðeins þjóðir heims heldur einnig dýrin geta ekki gleymt okkar kæra leiðtoga.“ Það er ekki alveg óþekkt fyrirbæri í kreddubundnum stjórnmálakerfum að náttúrufyrirbrigði, raunveruleg eða ímynduð, séu notuð í pólitísku skyni. Brian Myers, sem um árabil hefur fylgst vel með gangi mála í alþýðulýðveldinu, sagði BBC við þetta tækifæri að það hefði verið hluti af goðsagnagerðinni í bæði Japan keisaratímans og Þýskalandi nasismans að land og kynstofn væru eitt og endurspegluðu eiginleika hvers annars (eins og einnig var haldið fram hér á landi, til dæmis í Ímyndarskýrslunni frægu frá 2008 þar sem talsvert var lagt upp úr því að Íslendingar væru „yfirburðafólk“ sem land og náttúra hefðu mótað). Þá má vel ímynda sér að í Norður-Kóreu, þar sem trúarbrögð eru útilokuð, geti hugmyndir af þessu tagi að einhverju leyti uppfyllt þörf fólks fyrir trú á hið yfirnáttúrulega. Snilligáfa Kim-feðganna á sér engar hliðstæður og þá er ekki aðeins vísað til þeirra yfirburða sem juche-hugmyndafræðin er til marks um á sviði stjórnvisku, heimspeki og stjórnmála. Þekkingu sinni og visku deila Kim-feðgarnir svo með þjóð sinni með því sem mikið er gert úr þar eystra, ráðgjöf á staðnum (on-the-spot guidance). Hvar sem þeir koma – hvort um er að ræða kjarnorkurannsóknarstöð í Yongbyon, samyrkjubú í Kangwon,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.