Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Side 136

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Side 136
D ó m a r u m b æ k u r 136 TMM 2013 · 4 leiki þessara bóka augljós þegar litið er á umfjöllunarefnin, ekki síst hvað varðar pólitíska afstöðu verkanna eins og vikið verður að hér á eftir. Að auki er Suður- glugginn nátengdur öðrum nýlegum verkum Gyrðis, en í því sambandi er rétt að nefna sérstaklega skáldsöguna Sand- árbókina frá 2007 sem er nokkurskonar systurbók Suðurgluggans. Báðar fjalla bækurnar um listamenn, Sandárbókin um listmálara en Suður- glugginn um rithöfund. Þeir dvelja lang- dvölum á fremur afskekktum stöðum á Íslandi í sjálfskipaðri útlegð frá heimil- um sínum í borginni en einnig sínum nánustu sem þeir hafa harla takmörkuð samskipti við. Öðrum þræði fjalla þessar tvær bækur um glímu listamannanna við það að skapa listaverk og við sköpun- arferlið sjálft. Þessi glíma er undirstrik- uð snemma í Suðurglugganum: „Skáld- sögur eru myllusteinn um háls höfund- arins“1 og í Sandárbókinni kemur snemma fram eitthvað svipað: „Ég hef að vísu ekki verið ötull við að mála eftir að ég fékk þessa vinnustofu, en ég tel mér trú um að það standi til bóta.“2 Suðurglugginn skiptist í fjóra hluta eftir árstíðum, hefst að vori og lýkur um hávetur. Rithöfundurinn, sem jafnframt er sögumaður verksins, dvelur í sumar- bústað í eigu vinar síns sem býr í Þýska- landi en heimsækir Ísland sjaldan. Bústaðurinn er staðsettur í sumarbú- staðahverfi við sjávarsíðuna, væntanlega á Snæfellsnesi, þar sem þó má finna lítið kaffihús sem er opið yfir sumarmánuð- ina. Þorp í grennd við sumarbústaða- byggðina kemur einnig nokkuð við sögu enda sækir rithöfundurinn þangað vistir og á lítillega í samskiptum við nokkra þorpsbúa. Í sumarbústaðnum fæst hann við að skrifa skáldsögu um par sem á í erfiðleikum í sambandinu en sækist verkið seint. Ýmislegt í fari mannsins sýnir að hann á erfitt með samskipti við annað fólk og skiptir þá engu hvort um er að ræða ókunnuga nágranna hans, systur hans og móður, vininn sem á húsið eða konuna sem hann er ekki lengur í sambandi við en virðist skipta hann öllu máli. Í grófum dráttum má segja að við- fangsefni Suðurgluggans séu þrjú og raunar mætti heimfæra þessi þrjú við- fangsefni að nokkru eða öllu leyti upp á nokkur nýleg verk Gyrðis. Þessi þrjú efni tengjast öll og hafa víxlverkandi áhrif hvert á annað. Í fyrsta lagi er feng- ist við einsemd og þunglyndi – efni sem lesendur Gyrðis þekkja m.a. úr Sandár- bókinni. Nátengt þessu er annað við- fangsefnið sem er glíma listamanns við sköpunarferli í einsemd. Þriðja við- fangsefnið er svo nokkuð sem hefur orðið æ fyrirferðarmeira í höfundar- verki Gyrðis hin síðari ár. En það er sú einarða pólitíska afstaða sem lesa má úr verkunum og lýtur að náttúru- og dýra- vernd, andúð á stríðsrekstri og gagnrýni á gegndarlausa peningahyggju samtím- ans. Um þessa pólitísku þræði gildir það sama og meginviðfangsefnin, þeir spinnast saman. Pólitískir þræðir Í grein um Sandárbókina, sem birtist í nýlegu greinasafni um verk Gyrðis, víkur Hermann Stefánsson rithöfundur að því hve pólitískt verk Sandárbókin er: Því er stundum haldið fram að bók- menntaverk sem snúa með einhverjum hætti baki við samtíma sínum hljóti eðli málsins samkvæmt að vera ósamfélagsleg eða hlutlaus gagnvart samtímanum, að þau takist ekki á við hann. Ekkert gæti verið fjær sanni. Það er ekki til sterkari eða beinskeyttari yfirlýsing um sam- tímann en að snúa við honum baki. Sandárbókin er einhver mest afgerandi pólitíska yfirlýsing sem kom út á tímum góðærisins.3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.