Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Síða 136
D ó m a r u m b æ k u r
136 TMM 2013 · 4
leiki þessara bóka augljós þegar litið er á
umfjöllunarefnin, ekki síst hvað varðar
pólitíska afstöðu verkanna eins og vikið
verður að hér á eftir. Að auki er Suður-
glugginn nátengdur öðrum nýlegum
verkum Gyrðis, en í því sambandi er rétt
að nefna sérstaklega skáldsöguna Sand-
árbókina frá 2007 sem er nokkurskonar
systurbók Suðurgluggans.
Báðar fjalla bækurnar um listamenn,
Sandárbókin um listmálara en Suður-
glugginn um rithöfund. Þeir dvelja lang-
dvölum á fremur afskekktum stöðum á
Íslandi í sjálfskipaðri útlegð frá heimil-
um sínum í borginni en einnig sínum
nánustu sem þeir hafa harla takmörkuð
samskipti við. Öðrum þræði fjalla þessar
tvær bækur um glímu listamannanna
við það að skapa listaverk og við sköpun-
arferlið sjálft. Þessi glíma er undirstrik-
uð snemma í Suðurglugganum: „Skáld-
sögur eru myllusteinn um háls höfund-
arins“1 og í Sandárbókinni kemur
snemma fram eitthvað svipað: „Ég hef að
vísu ekki verið ötull við að mála eftir að
ég fékk þessa vinnustofu, en ég tel mér
trú um að það standi til bóta.“2
Suðurglugginn skiptist í fjóra hluta
eftir árstíðum, hefst að vori og lýkur um
hávetur. Rithöfundurinn, sem jafnframt
er sögumaður verksins, dvelur í sumar-
bústað í eigu vinar síns sem býr í Þýska-
landi en heimsækir Ísland sjaldan.
Bústaðurinn er staðsettur í sumarbú-
staðahverfi við sjávarsíðuna, væntanlega
á Snæfellsnesi, þar sem þó má finna lítið
kaffihús sem er opið yfir sumarmánuð-
ina. Þorp í grennd við sumarbústaða-
byggðina kemur einnig nokkuð við sögu
enda sækir rithöfundurinn þangað vistir
og á lítillega í samskiptum við nokkra
þorpsbúa. Í sumarbústaðnum fæst hann
við að skrifa skáldsögu um par sem á í
erfiðleikum í sambandinu en sækist
verkið seint. Ýmislegt í fari mannsins
sýnir að hann á erfitt með samskipti við
annað fólk og skiptir þá engu hvort um
er að ræða ókunnuga nágranna hans,
systur hans og móður, vininn sem á
húsið eða konuna sem hann er ekki
lengur í sambandi við en virðist skipta
hann öllu máli.
Í grófum dráttum má segja að við-
fangsefni Suðurgluggans séu þrjú og
raunar mætti heimfæra þessi þrjú við-
fangsefni að nokkru eða öllu leyti upp á
nokkur nýleg verk Gyrðis. Þessi þrjú
efni tengjast öll og hafa víxlverkandi
áhrif hvert á annað. Í fyrsta lagi er feng-
ist við einsemd og þunglyndi – efni sem
lesendur Gyrðis þekkja m.a. úr Sandár-
bókinni. Nátengt þessu er annað við-
fangsefnið sem er glíma listamanns við
sköpunarferli í einsemd. Þriðja við-
fangsefnið er svo nokkuð sem hefur
orðið æ fyrirferðarmeira í höfundar-
verki Gyrðis hin síðari ár. En það er sú
einarða pólitíska afstaða sem lesa má úr
verkunum og lýtur að náttúru- og dýra-
vernd, andúð á stríðsrekstri og gagnrýni
á gegndarlausa peningahyggju samtím-
ans. Um þessa pólitísku þræði gildir það
sama og meginviðfangsefnin, þeir
spinnast saman.
Pólitískir þræðir
Í grein um Sandárbókina, sem birtist í
nýlegu greinasafni um verk Gyrðis,
víkur Hermann Stefánsson rithöfundur
að því hve pólitískt verk Sandárbókin er:
Því er stundum haldið fram að bók-
menntaverk sem snúa með einhverjum
hætti baki við samtíma sínum hljóti eðli
málsins samkvæmt að vera ósamfélagsleg
eða hlutlaus gagnvart samtímanum, að
þau takist ekki á við hann. Ekkert gæti
verið fjær sanni. Það er ekki til sterkari
eða beinskeyttari yfirlýsing um sam-
tímann en að snúa við honum baki.
Sandárbókin er einhver mest afgerandi
pólitíska yfirlýsing sem kom út á tímum
góðærisins.3