Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Síða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Síða 13
TMM 2014 · 3 13 „ A l l a r g ó ð a r b æ k u r f j a l l a u m …“ hlæjum eða grátum yfir sögum höfum við orðið fyrir áhrifum. Efniviðurinn snerti við okkur. Þá má kannski einnig velta því upp hvort hlátur og grátur séu einu mennsku viðbrögðin sem við eigum eftir gagnvart hörmungum eins og fjöldamorðum, þar sem við náum ekki utan um merkinguna að baki slíkum atburðum með hjálp tungumálsins (enda er hún vart til). „Það er ekki hægt að segja neitt af viti um fjöldamorð,“ skrifar Vonnegut í fyrsta kafla Sláturhúss fimm. „Og hvað segja fuglarnir? Allt og sumt sem hægt er að segja um fjöldamorð. Svona eins og: Pú-tí-vít?“22 Uppbygging: Um gæfu og ógæfu Fyrir margt löngu skrifaði heimspekingurinn og hagfræðingurinn Karl Marx eftirfarandi: „Mennirnir skapa sjálfir sögu sína, en þeir skapa hana ekki að vild sinni, ekki við skilyrði sem þeir hafa sjálfir valið, heldur við þau skilyrði sem þeir hitta fyrir sér, þeim eru fengin, þeir hljóta í arf.“23 Þessi hug- mynd, að maðurinn sé í senn gerandi í eigin lífi og háður umhverfi sínu og því samfélagslega samhengi sem hann fæðist inn í varð síðan að meginstefi félagsvísindanna,24 þar sem samfélag og umhverfi mannsins er tekið til skoð- unar og greint – fyrirbærin sem hvert mannsbarn fær í arf og eyðir lífinu í að tileinka sér, læra inn á, snúa sér í hag. Hér getum við hugsað aftur til her- skyldunnar sem Vonnegut hlaut í arf og þess sem hann hitti fyrir í stríðinu. Og þá skrifar Marx einnig og í beinu framhaldi: „Arfur fyrri kynslóða hvílir sem farg á heila lifenda.“25 Þau skilyrði sem maðurinn hittir fyrir á lífsleiðinni, þegar hann leitast við að skapa eigin sögu, eru að segja má umfjöllunarefni flestra bókmenntaverka þar sem sjónum er beint að lífinu sjálfu – hvernig menn verða gæfuríkir eða ógæfusamir á lífsleiðinni. Hvernig mannfólkið meðtekur þær aðstæður sem það býr við og fyllist væntingum og vonbrigðum á víxl. Og þá einnig hvernig fólk tekst á við óvættina sem verða á vegi þeirra og lærir að lifa með þeim, sigrast á þeim, eða verður þeim að bráð. Sjálfur orðaði Vonnegut þetta svo, þegar litið er til bókmenntanna: „Allar góðar bækur fjalla um það hví- líkur bömmer það er að vera manneskja: Moby Dick, Stikkilsberja­Finnur, Hið rauða tákn hugprýðinnar, Illíonskviða og Ódysseifs, Glæpur og refsing, Biblían …“.26 Hér er í raun verið að vísa til þekktrar frásagnarformúlu sem mikið hefur verið fjallað um í ræðum og ritum. Rússinn Vladimir Propp braut niður rússnesk ævintýri snemma á tuttugustu öldinni og greindi síðan stef þeirra og framvinduskref. Hann lagði fram kenningar sínar í bókinni Morfológija skázki (1928) þar sem hann sýndi fram á að rússnesku ævintýrin væru byggð á 31 frásagnarskrefi sem koma misoft fyrir en þó ávallt í sömu röð – frá a til ö.27 Kenningar Propps hafa síðan verið yfirfærðar á fleiri tegundir sagna þar sem framvinduskrefin eru greind og rissuð upp. Sjálfur skrifaði Kurt Vonnegut MA-ritgerð í mannfræði um uppbyggingu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.