Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 13
TMM 2014 · 3 13
„ A l l a r g ó ð a r b æ k u r f j a l l a u m …“
hlæjum eða grátum yfir sögum höfum við orðið fyrir áhrifum. Efniviðurinn
snerti við okkur. Þá má kannski einnig velta því upp hvort hlátur og grátur
séu einu mennsku viðbrögðin sem við eigum eftir gagnvart hörmungum
eins og fjöldamorðum, þar sem við náum ekki utan um merkinguna að baki
slíkum atburðum með hjálp tungumálsins (enda er hún vart til). „Það er ekki
hægt að segja neitt af viti um fjöldamorð,“ skrifar Vonnegut í fyrsta kafla
Sláturhúss fimm. „Og hvað segja fuglarnir? Allt og sumt sem hægt er að segja
um fjöldamorð. Svona eins og: Pú-tí-vít?“22
Uppbygging: Um gæfu og ógæfu
Fyrir margt löngu skrifaði heimspekingurinn og hagfræðingurinn Karl
Marx eftirfarandi: „Mennirnir skapa sjálfir sögu sína, en þeir skapa hana
ekki að vild sinni, ekki við skilyrði sem þeir hafa sjálfir valið, heldur við þau
skilyrði sem þeir hitta fyrir sér, þeim eru fengin, þeir hljóta í arf.“23 Þessi hug-
mynd, að maðurinn sé í senn gerandi í eigin lífi og háður umhverfi sínu og
því samfélagslega samhengi sem hann fæðist inn í varð síðan að meginstefi
félagsvísindanna,24 þar sem samfélag og umhverfi mannsins er tekið til skoð-
unar og greint – fyrirbærin sem hvert mannsbarn fær í arf og eyðir lífinu í
að tileinka sér, læra inn á, snúa sér í hag. Hér getum við hugsað aftur til her-
skyldunnar sem Vonnegut hlaut í arf og þess sem hann hitti fyrir í stríðinu.
Og þá skrifar Marx einnig og í beinu framhaldi: „Arfur fyrri kynslóða hvílir
sem farg á heila lifenda.“25
Þau skilyrði sem maðurinn hittir fyrir á lífsleiðinni, þegar hann leitast við
að skapa eigin sögu, eru að segja má umfjöllunarefni flestra bókmenntaverka
þar sem sjónum er beint að lífinu sjálfu – hvernig menn verða gæfuríkir
eða ógæfusamir á lífsleiðinni. Hvernig mannfólkið meðtekur þær aðstæður
sem það býr við og fyllist væntingum og vonbrigðum á víxl. Og þá einnig
hvernig fólk tekst á við óvættina sem verða á vegi þeirra og lærir að lifa með
þeim, sigrast á þeim, eða verður þeim að bráð. Sjálfur orðaði Vonnegut þetta
svo, þegar litið er til bókmenntanna: „Allar góðar bækur fjalla um það hví-
líkur bömmer það er að vera manneskja: Moby Dick, StikkilsberjaFinnur,
Hið rauða tákn hugprýðinnar, Illíonskviða og Ódysseifs, Glæpur og refsing,
Biblían …“.26
Hér er í raun verið að vísa til þekktrar frásagnarformúlu sem mikið hefur
verið fjallað um í ræðum og ritum. Rússinn Vladimir Propp braut niður
rússnesk ævintýri snemma á tuttugustu öldinni og greindi síðan stef þeirra
og framvinduskref. Hann lagði fram kenningar sínar í bókinni Morfológija
skázki (1928) þar sem hann sýndi fram á að rússnesku ævintýrin væru byggð
á 31 frásagnarskrefi sem koma misoft fyrir en þó ávallt í sömu röð – frá a til
ö.27 Kenningar Propps hafa síðan verið yfirfærðar á fleiri tegundir sagna þar
sem framvinduskrefin eru greind og rissuð upp.
Sjálfur skrifaði Kurt Vonnegut MA-ritgerð í mannfræði um uppbyggingu