Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Side 15

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Side 15
TMM 2014 · 3 15 „ A l l a r g ó ð a r b æ k u r f j a l l a u m …“ sveitarinnar Nirvana sem náði miklum vinsældum árið 1991 í kjölfar útgáfu plötunnar Nevermind. Á síðustu tveimur áratugum hafa fjölmargir aðdá- endur hans og ævisagnaritarar velt fyrir sér stóru spurningunni: Hvernig gat hann – af öllum – tekið svo afdrifaríka ákvörðun, að binda enda á eigið líf, hann sem upplifði rokkstjörnudraum svo margra? En þá mætti kannski heldur hugsa til orða Karls Marx og spyrja: Hvaða skilyrði voru það sem Kurt Cobain hitti fyrir, eða hlaut í arf, sem skópu honum þessar aðstæður, að hann ákvað að svipta sig lífi? Og svo kannski: Af hverju skipta þessar spurningar okkur máli? Lýsa þær kannski fyrst og fremst löngun okkar til að skilja ógæfu annarra, og ósk okkar um að allt endi vel? Getum við ekki unað við þessi slæmu endalok? Getum við kannski endurheimt Cobain frá dauðanum ef við óskum þess nógu mikið – setjum hann á nógu háan stall? Á okkar dögum eru myndskeið sjálfsagður partur af tilverunni. Og eru þau ansi mörg aðgengileg með tilkomu Netsins (það á kannski sér- staklega vel við um Kurt Cobain – sjá: Youtube). Hver og einn getur með hjálp myndskeiðsins ferðast aftur í tímann um nokkra áratugi og upp- lifað raunverulegar tilfinningar sem þó tilheyra atburðum úr liðinni tíð. Kannski má sjá þessa nýju tæknimöguleika á miðlun fortíðarinnar sem eina útskýringu á melankólísku ástandi okkar daga. Í ritgerðinni Trauer und Melancholie sem birtist 1917 hélt Sigmund Freud því fram að melankólía og sorg væru sitt hvort viðbragðið við missi. Samkvæmt honum er melankólískur tregi önnur (og sjúklegri) hliðin á sorgarferlinu, og felst í því að manneskja gerir tiltekinn missi að tregafullum þræði í eigin lífi. Í stað þess að ganga í gegnum hefðbundið sorgarferli og sætta sig smám saman við missinn er missirinn sjálfur gerður að viðvarandi ástandi. Fólk í slíku ástandi lítur þá sem svo á að leit eftir „sátt“ við veröldina eftir missinn – það að halda áfram án þess sem glataðist – séu viss „svik“ við hið glataða viðfang.31 Við höldum þannig „tryggð“ við það með því að leyfa því að umbreyta okkar eigin lífi til framtíðar. „Remember, Kurt will never really die as long as we keep his memory alive,“ skrifuðu aðdáendur Cobains til að mynda á Facebook þann 5. apríl síðastliðinn þegar nákvæmlega 20 ár voru liðin frá dauða hans. Og „[h]e lives everytime someone listens to his music, or picks up their guitar and plays one of his songs. He will live on forever as long as we make it happen.“32 Sem sagt: Frá dauða Cobains minnir tónlist hans okkur á endalok hans og minningu. Og heldur minningunni lif- andi – sem er önnur upplifun á tónlist Nirvana en þegar hún var spiluð áður en Cobain tók eigið líf og hljómsveitin hætti. Nýja nálgunin á tónlist Nirvana er því að segja má melankólísk. En gerir listamaðurinn ekki einmitt þetta – að gefa fólki tækifæri á melankólískum trega? Listamaður sem er vinsæll og til er á ótal mynd- skeiðum – og sviptir sig síðan lífi í þokkabót – hlýtur að öðlast ákveðið dýrkunargildi með hjálp upptökutækninnar. Tónlist hans, ljósmyndir og myndskeið minna við nánast hverja endurbirtingu eða endurspilun á gæfu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.