Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Side 116

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Side 116
Á d r e pa 116 TMM 2014 · 3 merkir óstjórnleg hóphræðsla dýra, orðið er dregið af guðinum Pan, guði hjarðanna. Andi hans er óútreiknanleg- ur eins og hjörðin sjálf, í senn guðlegur og dýrslegur. Þegar beljurnar fundu fyrir tilvist hans urðu þær villtar. Stundum var það mús sem Pan lét skjót- ast út úr jötunni, eða skuggi Pans á veggnum. Síðar lærði ég að leyfa honum ekki að ná tökum á mér. Það er önnur grein fjóssskrárinnar: Leyfðu Pan að fara sínar leiðir, þá rennur fyrr af honum æðið. Seinna um vorið, þegar mjólkurbás- arnir voru komnir og von var á mjalta- vélunum, fékk Baula júgurbólgu, og við Guðlaugur þurftum að gefa henni stíl í einn spena. Til þess þurfti að tjóðra hana, og Guðlaugur ákvað að hafa hana í einum mjólkurbásanna þar sem mjaltavélin ætti eftir að koma, og hægt var að loka með keðju. En hún sá við okkur. Til lítils að hrista fóðurbætisdoll- una, hún neitaði að fara inn. Við lögð- umst báðir á rass henni og spyrntum á sleipum fjósrimlunum til að ýta henni inn, Guðlaugur var stór maður og þéttur á velli. Hún spyrnti á móti og hafði betur, við færðumst smám sama lengra frá básnum. Svo kom rökhugsunin aftur til bjargar. Ég fór yfir grindina og inn í básinn á undan henni, tók um snoppuna og reyndi að ýtta henni út. Hún ýtti harkalega á móti og keyrði mig inn í básinn. Ég rétt slapp yfir grindina aftur, og Guðlaugur skellti keðjunni í lás fyrir aftan hana. Svo fór hún að éta úr fóður- bætisdollunni. Um haustið varð hún aftur kálffull. Baula var ekki besta vinkonan mín, en hún átti það til að hlusta með mér á morgunfréttir og veðurfregnir og ég fann fljótt að Pan vildi nota hana til að kenna mér ýmist. Þriðja og dýrmætasta grein fjóssskrárinnar er: Fjósamaður hugsar gerðir sínar í heild. Hann hugsar bæði fram og aftur. Pan býr einnig í jórtrinu. Tíminn er honum einskis virði: hans nú er núið sem var einnig í gær og teygir sig fram á næstu daga. Fjósamað- ur hugsar sínar gerðir þannig, að þær tengjast bæði fram og aftur, þessu stóra núi. Hversdags og utan fjóssins hefur mannkynið ósköp lítið nú, varla nokkuð sem heitir, örþunna himnu milli fortíðar og framtíðar sem dugir varla til minnstu dagsverka. Fyrir bragðið er öll ákvörð- unartekt föst í fortíðinni og byggist á aðdraganda, skref fyrir blint skref, eins og engill sögunnar sem Walter Benja- mín lýsir, sem gengur aftur á bak inn í framtíðina með vængi fulla af stormin- um sem blæs úr Paradís og hleður upp braki fortíðarinnar að fótum hans.1 Því virðast gerðir fjósamannsins fásinna ein þegar horft er eingöngu til aðdragand- ans. Fjósamaður ýtir ekki í áttina sem framlengir aðdragandann, heldur breið- ir út núið og faðmar framtíðina. Vinnur til baka frá því sem verður, aftur að hinni trufluðu nútíð. Þannig styggir fjósamaður ekki Pan, og hjörðin jórtrar, og músin læðist, og tunglið veður í skýj- um, og núið breiðist út yfir tilveruna. Þegar turnarnir hrundu – þeir voru þrír, ekki tveir – kviknaði eilítil von. Nú ætti forseti Bandaríkjanna stórleik, sem aldrei myndi gleymast á meðan jórtrað var á bás. Forseti Bandaríkjanna mundi segja Guð minn góður, er það virkilega svona slæmt? Segið okkur, hvernig getum við bætt úr þessu? Elsku vinir, Allah er mikill, fyrirgefið okkur. Nú skulum taka saman höndum og endur- byggja heiminn. En svo hrundi þriðji turninn, og sumir fóru að fatta leikritið. Fjósamennska á ekki upp á pallborðið fyrir botni Miðjarðarhafs á seinni tímum. Enda sáu þeir sem hrundu þess- ari atburðarás af stað enga þörf fyrir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.