Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Qupperneq 127
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2014 · 3 127
Um leið og mökkurinn tekur að stíga
hlaupa þau út á götu og loka kirfilega á
eftir sér.
Drengurinn skelfur af spennu, þykist
hósta.
Gulgrænt gasið sem í ófriðnum mikla
hafði fellt æskumenn á ökrum Evrópu
leikur nú um kvikmyndahúsin í Reykjavík.
(92)
Bíóhúsið hefur breyst í vígvöll, er vett-
vangur átaka um siðferði og menntun.
Hvíta tjaldið rofnar á ný og því rofi
fylgir samsláttur ólíkra heima, en því má
ekki gleyma að á þessum tíma var ekki
óalgengt að kvikmyndasýningum fylgdu
fréttamyndir frá styrjöldinni. Hún sækir
því í kvikmyndahúsin á fleiri en einn
hátt. Annarsstaðar í bókinni er plágunni
líkt við hernað og þannig smitast sam-
klippið um alla þætti sögunnar.
Það er því eðlilegt að sjónarhorn
verksins, sem er jafnframt sjónarhorn
Mána Steins, sé mótað af kvikmyndinni
og frásagnarmátinn taki mið af mynd-
skeiðum sem eru klippt saman í frásögn.
Þetta kemur strax fram í fyrsta kaflan-
um þar sem drengurinn er að þjónusta
‚kóna‘ í Öskjuhlíð. Jafnhliða greinir
hann drunur í mótorhjóli og þekkir þar
hjól Sólu. Samhliða því að hann sýgur
lim mannsins fylgist hann með mótor-
hjólinu nálgast, hrynjandi mótorskell-
anna fellur saman við hreyfingar höfuðs
og handar og senunni lýkur á því að
kóninn flýr af vettvangi – skuggavera
sem drengurinn sér aldrei framan í – og
mótorhjólið stöðvast fyrir ofan klettinn
sem hafði skýlt athæfinu. Hér má vel
hugsa sér tíðar senuskiptingar milli
skuggaveranna undir klettinum og mót-
orhjólinu sem nálgast – fókusinn er á
dekkjunum og mótornum. Eftir drama-
tíska þögn er klippt yfir í næsta kafla:
Hún birtist á klettabrúninni líkt og
gyðja risin úr dýpstu hafdjúpum, ber við
logandi himin litaðan af jarðeldunum í
Kötlu, stúlka engum öðrum lík, klædd
svörtum leðursamfestingi sem dregur
fram allt sem honum er ætlað að hylja,
með svarta hanska á höndum, kúptan
hjálm á höfði, hlífðargleraugu og svartan
trefil fyrir vitum. (12)
Enn á ný er auðvelt að sjá fyrir sér
dramatíska atburðarás þögullar kvik-
myndar; eftir að klipptar hafa verið
saman líkamlegar athafnir og vél mót-
orsins brestur á með kyrrð og mynda-
vélinni er beint að líkama ungu stúlk-
unnar þar sem hún gnæfir yfir sviðinu –
og er förðuð í stíl, „Varirnar eru rauðar
sem blóð. Augun kringd svörtum farða
sem lætur púðrað hörundið virðast
hvítara en hvítt“ (12). Akkúrat þessa
ímynd óttaðist hinn góði doktor hvað
mest.
Þannig einkennist frásagnarmátinn
af skynjun drengsins og lesandi áttar sig
á að „hvert augnatillit, hver einasta
hreyfing, hver svipur og hver líkams-
staða eru hlaðin merkingu og vísbend-
ingum um innri líðan og fyrirætlan“
(25). Textavefur Mánasteins er ákaflega
þéttur og ber jafnframt merki þeirrar
miklu áherslu á samklippingar og
áhrifamikið táknmál sem einkennir
myndir þessa tíma í bland við „hin ýktu
og einfölduðu tilþrif leikaranna“ (25).
Innrás plágunnar er iðulega líkt við síð-
ari heimsstyrjöldina og vísanir til sam-
kynhneigðar eru líka víða. ‚Hápunktin-
um‘ í þessum leik tákna er þó náð í lýs-
ingu á samförum Mána Steins og
dansks sjóliða, en þar falla titlar og ljóð-
línur þjóðsöngva saman við lýsingar á
ástarleik þeirra og fallbyssum er skotið á
sama tíma og þeir ná fullnægingu. Þrátt
fyrir íróníska undirtóna (sem koma
hvað greinilegast fram í ljóðlínunum)
ber senan (og hljóðrás hennar) öll ein-
kenni ‚ýktra og einfaldaðra tilþrifa‘