Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Page 128

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Page 128
D ó m a r u m b æ k u r 128 TMM 2014 · 3 þöglu myndanna, ekki síst uppskrúfuð dramatíkin sem fylgir í kjölfarið þegar hópur góðborgara sér aðfarirnar. Mitt í öllum þessum hræringum birt- ir Mánasteinn svo einfaldan bæjarbrag Reykjavíkurborgar á þessum tíma. Les- andi fær nasasjón af stéttaskiptingu sem kemur meðal annars fram í lymskulegri lýsingu á háttum gömlu konunnar þegar plágan skellur á. Hún verst kuldanum með því að liggja dúðuð uppi í rúmi og „fer ekki fram úr nema til þess að sjóða drengnum graut á morgnana, fisksporð og kartöflur á kvöldin, vinda úr fötunum hans og sínum eigin, strauja og stoppa í, strjúka rakann af gólfum og veggjum, reykja þrjátíu sígarettur. Og eftir að unga frúin og eldri dóttirin tóku veikina hefur hún skotist niður til húsbóndans og eldað fyrir hann og yngri börnin, hjúkrað sjúklingunum, þvegið af þeim og látið suðuna koma upp á tuskum og plástrum. Gamla konan man varla til þess að hafa þurft að liggja eins lengi kyrr og síðustu daga.“ (51–52) Þessi hversdagsmynd tekur svo á sig dásamlega ævintýralegan blæ þegar götur borgarinnar „gapa mannlausar“ í kjölfar plágunnar, „nema hér og hvar bregður fyrir stakri skuggaveru á ferli“. Þetta eru gamlar konur, vandlega vafðar sjölum og stálhraustar: „Þær hafa hýst svo margar pestir um ævina að óværan sem situr nú veislu í líkömum afkom- enda þeirra finnur ekkert bitastætt í lúnum kerlingarkroppum“ (49) Ef frétt- ist af einhverjum aðföngum klæða þær sig í mörg pils og vettlinga „og kóklast af stað út í bæ að bjarga framtíðinni.“ Þannig er jafnvel hið hversdagslega þrungið myndmáli kvikmyndarinnar, því þær gömlu „mætast í portum, hlið- argötum, húsasundum, bakgörðum – niðurlútar – heilsast með augngotum, munnviprum“ (50). En drengurinn er einnig á ferli og fyrir honum er bærinn auð sviðsmynd „sem hann, Máni Steinn, getur ímyndað sér sem vettvang fyrir hvaða æsilegu atburðarás sem er, eða réttara sagt, fyrir þá ískyggilegu atburði sem í kvikmynd ættu sér stað í slíku þorpi fordæmdra“ (50). Á sama hátt verður sagan – það er að segja, hinn sögulegi hluti verksins – að sviði, baksviði með tilheyrandi leik- munum og búningum, sagan er fyrst og fremst gjörningur, líkt og drengurinn sjálfur: Drengurinn sem aldrei var til. Tilvísanir 1 Ásta Kristín Benediktsdóttir fjallar um Mánastein í tengslum við samkynhneigð í ritdómi sínum í Spássíunni (haust/ vetur 2013), „Kynvilla á dögum spænsku veikinnar“, sjá: http://www.spassian.is/grein- ar/2013/12/kynvilla-a-doegum-spaensku- veikinnar/. 2 Sjá þó skrif Benedikts Hjartarsonar um það hvernig umræðan um framúrstefnu barst hingað öllu fyrr en framúrstefnan sjálf. Benedikt Hjartarson, „Af úrkynjun, brautryðjendum, vanskapnaði, vitum og sjá- endum: Um upphaf framúrstefnu á Íslandi“, í Ritinu 1/2006, bls. 89. 3 James Donald, „The City, The Cinema: Mod- ern Spaces“, í Visual Culture, ritstj. Chris Jenks, London og New York, Routledge 1995. 4 Þess má geta að þessar lýsingar kallast á við ljósmyndirnar sem birtast á milli kafla í bókinni, en þær eru teknar úr Blóðsugunum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.