Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Síða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Síða 55
S m a l a d r e n g u r i n n TMM 2017 · 4 55 ljósi á frásagnarlist þeirra. Sú aðferð að skoða smávægileg atriði sem ekki er ætlunin að blasi við er vel þekkt til dæmis í listfræði og glæðir skilning á listinni. Þar að auki kemur mannskilningur sagnanna betur í ljós. Venjulega fólkið í sögunum er sannarlega þar statt til að láta yfirburðafólkið njóta sín enn betur en um leið varpar það ljósi á hugmyndir höfundanna um manninn og mennskuna yfirleitt. Hvernig líður fólkinu í sögunum og hvað má af því ráða um líðan höfunda þeirra og áheyrenda? Þá ætti þessi rannsókn að geta veitt innsýn í samfélagsmynd sagnanna, reglur þess og leiki. Hvernig eru samskipti fólks og hvað má af þeim ráða? Hver fer með valdið, hverjir eru í miðjunni og hverjir á jaðrinum? Hér verður fjallað um eina tegund aukapersóna, hina nafnlausu smala- menn sem birtast í ýmsum Íslendingasögum. Nánari skoðun leiðir í ljós að þeir gegna mun fjölþættari hlutverki en gæti virst í fyrstu. Þeim er hætt Það sem fyrst blasir við þegar staða smalamanna í textunum er skoðuð er að þeir standa höllum fæti og þeim er hætt. En ógnin sem smalamanninum er búin verður þó sjaldan aðalatriði í þeirri sögu sem þeir birtast í. Lítil deili eru sögð á smalamönnum, þeir eru jafnan nafnlausir og ungan aldur þeirra má yfirleitt ráða einungis af orðum á borð við „sveinn“ og vísbendingum í hegðun þeirra eða annarra gagnvart þeim. Á síðari öldum þótti starfið ekki við hæfi fullvaxinna karlmanna og erfitt er að ímynda sér vígfima menn sinna smalamennsku á söguöld en þeim mun léttara að sjá fyrir sér fátæka unglingspilta sem helst mega missa sín úr öðrum störfum og bættur skaðinn ef eitthvað kemur fyrir þá. Það hefur væntanlega átt við um hinn ólánsama smalamann sem er fyrsta fórnarlamb þeirrar ógurlegu afturgöngu, Þórólfs bægifóts í Eyrbyggja sögu. Draugurinn leggst í upphafi á yxn og fé og smalamaður kemur „svá opt heim, at Þórólfr hafði eltan hann“. Ekki virðast þessar glettur óvættarinnar við smalamann þykja tilefni til aðgerða, aldrei virðist hvarfla að nokkrum manni að smalamanninum þurfi að bjarga og um haustið finnst hann enda dauður hjá dys draugsins: „var hann allr kolblár ok lamit í hvert bein“.4 Eftir það fylgir hann afturgöngunni í frekari reimleikum hennar; þessi saga er gott dæmi um það algenga viðhorf á miðöldum og síðar að draugagangur sé smitandi.5 Smalamaðurinn gætir fjárins utandyra og þess vegna er hann í mestri hættu. Hann er eðlilegt fyrsta fórnarlamb í stigmagnandi draugagangi þar sem hann er liðléttingur og væntanlega fáum harmdauði; að minnsta kosti er aldrei minnst á neina sorg yfir örlögum hans. Óhugurinn sem dráp hans veldur er almennur fremur en sérstækur enda smalamenn eðlileg fyrstu fórnarlömb óvætta. Ekki þarf heldur að gera ráð fyrir að óvættinni sé sérstak- lega uppsigað við smalamanninn. Hann einfaldlega stendur vel til höggsins. Áheyrendum er þannig varla ætlað að harma hann. Ef einhverjir þeirra voru
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.