Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Side 59

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Side 59
S m a l a d r e n g u r i n n TMM 2017 · 4 59 Í Brennu-Njáls sögu birtist slíkur smalamaður sem er fengið höfuð Sig- mundar Lambasonar til að flytja Hallgerði; líkt og griðkonan í Þorsteins þætti stangarhöggs fæst hann ekki til að efla ófriðarbál: Skarpheðinn sá smalamann Hallgerðar. Þá hafði hann hǫggvit hǫfuð af Sigmundi. Hann seldi smalamanni í hendur hǫfuðit ok bað hann færa Hallgerði ok kvað hana kenna mundu hvárt þat hǫfuð hefði kveðit níð um þá. Smalamaðr kastaði niður þegar hǫfðinu, er þeir skildu, því at hann þorði eigi meðan þeir váru við. […] Nú er þar til máls að taka, er smalamaðr kemur heim til Hlíðarenda. Hann segir Hallgerði tíðendin: „Fekk Skarpheðinn mér í hendr hǫfuð Sigmundar ok bað mik færa þér, en ek þorða eigi at gera þat,“ segir hann, „því at ek vissa eigi, hversu þér myndi þat líka.“ „Þat var illa, er þú gerðir þat eigi,“ segir hon. „Ek skyldi fœra Gunnari hǫfuðit ok myndi hann þá hefna frænda síns eða sitja fyrir hvers manns ámæli.“ Síðan gekk hon til Gunnars ok mælti: „Ek segi þér víg Sigmundar, frænda þíns. Hefir Skarpheðinn vegit hann ok vildi láta færa mér hǫfuðit.“16 Smalamaðurinn auðveldar Gunnari að dragast ekki inn í húskarlavígin með því að kasta frá sér höfðinu afhöggna þó að eflaust gangi honum fátt annað til en almennur viðbjóður á þessu óyndislega verki. Hann segist ekki hafa vitað hvernig Hallgerði hefði líkað sem er í sjálfu sér trúverðug skýring en söguhlýðendur munu flestir geta sett sig auðveldlega í spor ungs manns sem skyndilega fær afhent mannshöfuð til að flytja milli bæja. Í þessu atriði er smalamaðurinn þannig í raun fulltrúi okkar venjulegra lesenda og það er ítrekað hlutverk smalamanna með einum eða öðrum hætti. Þeir flytja skilaboð og eru oftast fremur óvilhöll vitni. Síðar í Njálu minnist Skarphéðinn á smalamann Þorkels háks sem hafi séð húsbónda sinn eta „rassgarnarendann merarinnar“ og „undraðisk slíka fúlmennsku“.17 Sá smalamaður er í sögunni einungis til í endursögn Skarphéðins. Hann er fyrst og fremst vitni en fellir þó sinn gildisdóm og frásögn Skarphéðins af athæfi Þorkels væri óneitanlega ekki jafn sterk án þessa áhorfanda, fulltrúa hins siðlega og eðlilega manns sem fylgist með hrossakjötsáti og öfuguggahætti Þorkels með viðbjóði,18 rétt eins og smalamanni Hallgerðar finnst sendiförin með höfuð Sigmundar Lambasonar viðbjóðsleg. Þegar smalamaðurinn hendir höfðinu á jörðina er hann ekki endilega að hugsa um neinn annan en sjálfan sig. Það er hluti af frásagnarlist sagnanna að jafnvel smæstu persónur eru ekki aðeins aukapersónur í sögunni sem við eigum að hafa áhuga á heldur um leið aðalpersónur í eigin sögu sem skiptir engu máli fyrir hina stærri sögu en birtist samt eins og leiftur í smáatriðum eins og þessu, áminning um að engin saga sé allur sannleikurinn og að jafn- vel smæstu persónur eigi sér sinn eigin heim þar sem þeirra tilfinningar skipti máli umfram það sem gerist í þeirri sögu þar sem við erum stödd. Í ýmsum öðrum tegundum sagna hafast persónur aldrei neitt að nema til að þjóna frásagnarhlutverki og atburðarásinni en Íslendingasagnapersónur eru iðulega flóknari. Þó að smalamaðurinn sé ekki nógu merkilegur til að vera
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.