Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Page 68

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Page 68
A ða l s t e i n n E y þ ó r s s o n o g B e r g l j ó t S o f f í a K r i s t j á n s d ó t t i r 68 TMM 2017 · 4 Ísabellu Spánardrottningu og síðast en ekki síst Elísabetu fyrstu Englands- drottningu. Raunar urðu kvenskörungarnir níu afar vinsælt mynd- og bók- menntaefni á valdatíma Elísabetar (1558–1603) og eftir hann. Henni var fyrst bætt í hópinn áður en hún tók við völdum og samlíkingunni milli hennar og fornra drottninga var óspart beitt sem áróðri í valda- og trúarbragðadeilum 16. aldar. (Shenk 2010: 1–15; Summer 2006: 22–46) Enn seinna, þ.e. á 18. öld, urðu skörungaskrár kvenna á Englandi máski öðru fremur til þess að vöxtur hljóp í sögulega sjálfsvitund kvenna uns þær urðu allsráðandi í ævisagna- ritun eigin kyns um aldamótin 1800 (Hicks 2014: 18). Má hafa það til vitnis um fræðslumátt skörungaskráa. III Sprundahrós er ort undir vikivakahætti með viðlaginu: Ég sá þann sóma silki og fötin blá þær vilja mínum fundinum frá. Þarna er vísað eindregið til annars þekkts viðlags sem virðist hafa öðlast sér- stakan sess í kappakvæðum undir vikavakahætti: Ég sá þá ríða riddarana þrjá þeir vilja mínum fundinum ná. Það er til að mynda notað í kappakvæðum Steinunnar Finnsdóttur og Guð- mundar Bergþórssonar og reyndar fleirum.4 Í Sprundahrósi er viðlaginu snúið upp á konur: Riddarar eru hvergi nærri en mælandinn hrósar fögrum klæðum og búnaði kvenna og klykkir út með að þær vilji alls ekki hitta hann; eða að minnsta kosti komast frá honum sem fyrst – kannski jafnt í veruleika sem skáldskap. Fastmótaður rammi er um kvæðið. Það hefst á formúlukenndum inn- gangi þar sem skáldið tekur fram að það sé ort til gamans og þar sé farið að dæmi annarra (karlskálda) sem yrkja lof um konur til að slá á sorg og leiða, væntanlega vegna lítillar kvenhylli. Þá fylgir hefðbundin afsökun á slakri skáldskaparkunnáttu og því er spáð að kvæðið muni ekki höfða til kvenna; loks er orðum beint til ákveðinnar konu og hún hvött til að hlusta: „ef þú léðir eyru þín / eikin tvinna, vel fer þá“. Síðan er hafist handa við að telja upp frægar konur en þegar sú skrá er til lykta leidd undir lok kvæðisins, víkur skáldið aftur að konum samtíðar sinnar með þessum kostulegu orðum: „aldr- ei stúlkur upp í vind / óðar slengja línum“. Hana má útleggja á marga vegu: kannski er átt við að kvenkyns skáld séu síður líkleg til að yrkja; kannski að þær séu ekki svo alvörulausar að yrkja sísona út í bláinn, án þess að nokkur gefi því gaum, eða bara að þær séu ólíklegar til að hunsa skáldskap (óðarlínur) annarra.5 Að því búnu lýsir skáldið þeirri von sinni að konan, vafalaust sú
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.