Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Page 84

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Page 84
J ó n S i g u r ð s s o n 84 TMM 2017 · 4 Akureyjum skrifaði opinskáar endurminningar sem út voru gefnar í tveimur bindum undir titlinum Úr fylgsnum fyrri aldar. Friðrik segir frá leppum án nokkurs fyrirvara enda alþekkt í gamla íslenska samfélaginu. Um nágranna nokkurn segir þar: „Þótti hann þá miður vandaður og kvennamaður og að átt hefði hann þann son með Svanborgu nokkurri, er Pétur hét, og var hann lepp- aður“ (Friðrik 1950:192). Um annan segir: „Hann ætlaði að koma stúlkunni norður … því hann óttaðist að Friðrik myndi spilla leppunartilrauninni … Í mestu vandræðum varð að leppa … þangað til hann vissi, að faðirinn var fundinn. Var það … vinnumaður … Hann viðurkenndi sig föður, og lagði Friðrik ríkt á um leið, að menn skyldu taka sér vara fyrir óþarfa kjaftæði …“ (Friðrik 1952:152). – Löngu síðar skrifaði Björn Th. Björnsson brot úr sveitar- sögu sem geymir svipað efni (Björn 1995). Þar er lýst leitinni að hentugum lepp til að koma í veg fyrir refsingar og tryggja frið í samfélaginu. Í Paradísarheimt Halldórs Kiljans Laxness er dæmi um tilraunir til að finna lepp, en þar fæst stúlkan ekki til að spila með þegar reynt er (H 1960). Og ekki er langt að leita sagna um svipað efni. Kunnastar eru líklega Upp við fossa eftir Þorgils gjallanda (1851–1915) (Þorgils 1902) og sögur Jóns Trausta (1873–1918) Halla og Heiðarbýlið (Jón 1906, 1908–11, 1960). Hugsanlega má finna þræði frá Jóni Trausta í Sjálfstæðu fólki. Sem vísbendingu má nefna drætti í skaplyndi Ólafs sauðamanns þótt ólíkt sé, en hann verður eigin- maður Höllu. Um hann segir að reynslan hafði kennt honum að dylja hugs- anir sínar undir köldu yfirbragði (Jón 1960:51). II Áhugi Halldórs Kiljans Laxness á þjóðfélagsmálum var alkunnur og þessu skáldverki er ætlað boðunarhlutverk. Höfundur er fullviss um málstað sinn, sigurviss og innblásinn í köflum um samfélagsþróun, menningarástand, félagsmál, landbúnað og málefni bænda, efnahagsþróun og stjórnmál. Honum svellur móður í þessum lýsingum og víða í atvikum og samtölum í verkinu. Hann er upptendraður, fyndinn, hæðinn og meinlegur. Dæmi og lýsingar eru eftirminnileg, máltök og efnisvald, orðaforði og hugkvæmni snilldarleg. Taka má dæmi af síðasta hluta verksins, á undan Sögulokum, sem nefnist Veltiár. Þar er yfirlit um hugsjónir kaupfélagsins og um „bændamenníngu“ (H 2011:583–586). Þar heita kaflar Trúmál, Amríka, Stjórnmál, Vaxtamál, og gefa heitin efnislegar vísbendingar. Undir sögulok er Bjartur í hópi verkfalls- manna og býr sig undir hokur í Urðarseli, öðru koti inni á heiðum. Þar segir: „Ja ég hef nú altaf verið sjálfstæðismaður, sagði hann“ (H 2011:713). Framar í verkinu er „sjálfstæðisfólk“ nefnt (H 2011:47). Þetta flokksnafn fór ekki á milli mála við fyrstu útgáfu verksins. Höfundur er opinskár um boðunar- þátt skáldverksins og ekki síður í sjálfu lesmálinu, og ekki að undra að ýmsir lesendur skyldu hrökkva upp við frumútgáfu þess. Í verkinu eru víða stuttir þættir eða innskot, innilegir, ljóðrænir eða
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.