Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Qupperneq 87

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Qupperneq 87
Á l e i ð i s a ð U r ð a r s e l i TMM 2017 · 4 87 un. Það skiptast á skin og skúrir, en Bjartur fær líka að njóta góðra ára og getur þá byggt upp og stækkað við sig. En kotajaðrarnir eru þó enn fyrst og fremst sjálfsnægtabúskapur, frumvinnslusamfélag og fátækt með harkalegu erfiði. Og kotungarnir höfðu enga varasjóði að reiða sig á þegar herti að. Margir íslenskir bændur höfðu stofnað til jarðakaupa og annarra bjartsýnis- skulda og urðu fyrir áföllum þegar kreppa með verðfalli reið yfir eftir fyrri heimsstyrjöldina (H 2011:676). Alþýðuheimilin voru alltaf háð veðurfari og árferði en nú fylgdu nýjar áhættur viðskiptakerfinu, markaðssveiflur, ótryggt verðlag á afurðum, en öryggislaus launavinna eða örbirgð atvinnuleysis beið þeirra sem fluttust úr sveitinni. Í verkinu kemur fram að bændur eiga alls ekki allir sömu hagsmuni. Eitt er staða leppsins, sem áður er nefnd, andspænis stórbóndanum. Annað er sambærileg mismunun á flestum eða öllum sviðum. Í sveitasamfélaginu eru stórbændur og búhöldar, og þar eru fátækir kotungar sem lítils mega sín. Hvað sem líður fögrum hugsjónum um sveitalífið, sýna viðtökur verksins allt frá frumdreifingu þess að það vakti enduróma í hugum margra. Þetta var samfélags- og mannlífslýsing sem margir virtust kannast við. Lýsingar í Sjálfstæðu fólki á örbirgð og fásinni birtast lesendum á 21. öld sem miklu ótrúlegri öfgar en var þegar verkið kom fyrst út. Á öðrum áratug 20. aldar var ungbarnadauði á Íslandi um 8% og hafði þá minnkað næstu árin áður (Guðmundur 1997:163, 189). Og allar íslenskar fjölskyldur þekktu berklana, „hvíta dauða“, langt fram eftir öldinni. Margir könnuðust við lýsingar Ólafar frá Hlöðum (1857–1933) á bernskuheimili sínu á Vatnsnesi um fjörutíu árum fyrr (Ólöf 1906), og margir höfðu frá svipuðu að segja frá æskudögum. Halldór hafði áður minnst á „hið gamla viðlag um húsakynni íslenskrar alþýðu, hve svívirðileg þau eru“ (H 1929, 1956:81). Margir lesendur verksins við frumútgáfu þess hafa vel skilið undrun Bjarts þegar Rósa vill fá kjöt „á miðju sumri“ (H 2011:59). Halldór Kiljan Laxness fylgdist með fregnum af byltingarríkinu unga í Rússlandi, þekktist boð þangað, afsakaði stjórnvöld austur þar af ákefð og kynnti sér viðhorf þeirra til landbúnaðar. Snemma á þriðja áratugnum hafði nýjum stjórnvöldum í Ráðstjórnarríkjunum hentað að losa um tök sín til sveita og þá varð þar brátt til öflug bændastétt. Rúmum áratug síðar fundu stjórnarvöldin að þessi unga stétt stóð á eigin fótum og það var óþolandi í augum herranna í Kreml. Blóðug átök hófust á ný og þeim var ekki lokið þegar nasistaherirnir réðust austur í Rússland. Skelfingarnar og hrottaskap- urinn sem einkenndu upphaf samyrkjubúskaparins í Ráðstjórnarríkjunum voru með eindæmum, eins og alkunna er. Efling sjálfstæðrar stéttar sjálfseignarbænda var alþjóðleg viðleitni á fyrstu áratugum 20. aldarinnar. Dæmi um hana má nefna frá mörgum löndum, Danmörku nokkru áður og Norður-Ameríku, frá Mexikó, Írlandi, Rúss- landi á fyrstu árum aldarinnar og aftur á þriðja áratugnum, Íslandi og fleiri löndum (Jón 2013:224). En Halldór sér fátæka kotbóndann í samfélagsljósi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.