Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Síða 89

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Síða 89
Á l e i ð i s a ð U r ð a r s e l i TMM 2017 · 4 89 IV Skáldverkið um „sjálfstætt fólk“ er ekki nema að hluta til mótað af einni stjórnmálakenningu. En samt er það svo að Halldór sér innri stéttarand- stæður meðal bænda á Íslandi sem samfélagslega og efnahagslega grunn- mótsetningu í skilningi marxistískrar greiningar. Á þeim tíma og lengi síðan áleit hann þessa greiningu skilyrði fyrir því að hann hafi getað samið þetta ritverk. Stjórnmálaleg greining hefur sínar takmarkanir, en virðist geta haft örvandi áhrif á höfund við tilteknar sögulegar og samfélagslegar aðstæður. Halldór hefur sagt frá því að hann hafi lengi gengið með hugmyndir og kveikjur að slíku skáldverki. Og þetta er staðfest með handritum frá hendi hans. Margt hefur verið nefnt um hugsanlegar fyrirmyndir. Í útvarpsviðtali 1964 nefnir hann Svínanessel í Múlasveit við Breiðafjörð, en þar hafði hann dvalist nokkra daga 1921: „þarna er kveikjan að Sjálfstæðu fólki“ (Finnbogi 1998, 2017). Í viðtali við Matthías Johannesen bendir Halldór á Sel sem „frumfyrirmynd“ en um leið segir hann það eintóman „hugarburð“ að þar sé staðurinn eða að þar sé fyrirmynd að Bjarti (Matthías 1972:55). Halldór ber alveg á móti því að Bjartur taki svipmót af Kristjáni Sigfússyni í Svína- nesseli. Hann talar um „ágiskanir manna um Bjart … það er á misskilningi byggt“ (Finnbogi s.st.). Nákunnug kona hefur borið um Kristján að hann væri „ekki vitund líkur Bjarti“, heldur hæglyndur, þægilegur og hógvær maður (Finnbogi s.st.; sjá: Kjartan 2016). Og enda þótt kveikja að verkinu hafi borist skáldinu í Svínanesseli forðum benda staðháttalýsingar í Sjálf- stæðu fólki til heiðanna norðaustan lands. Og þetta staðfestir skáldið löngu síðar (H 1965:55). Í eftirmála við 2. útgáfu verksins 1952 segist Halldór hafa lært í heimsókn í Ráðstjórnarríkjunum að aðalatriði sé „hin einfalda skiftíng bænda eftir stétt“ (H 1952: 471). Skilningur um stéttarandstæður innbyrðis meðal bænda og búaliðs eru hér grundvöllur fyrir höfundinn. Og hann segir: „… þessi skiftíng … lauk í raun og veru upp fyrir mér öllu vandamálinu og gerði mig hæfan að færast það í fáng í fullri birtu á þjóðfélagslegum grundvelli“, hvorki meira né minna (H s.st.). Og í þessu ljósi gerir Halldór sér ljóst að hér er „smábóndinn sígild, alþjóðleg manngerð“ (H 1952:472). Um þetta nefnir hann sem dæmi banda- rískan ferðamann sem kom á heimili skáldsins löngu síðar til að þakka fyrir verkið. Halldór gerði síðar nánari grein fyrir þessari heimsókn. Samanburður þeirrar greinargerðar við Sjálfstætt fólk sýnir hvílík heljarstökk skáldið hefur síðar tekið í skoðunum um samfélagsmál (H 1965). En Halldór aðhylltist ekki efnishyggju marxismans eða söguskoðun hans („Dialektik“: fram- vinda sem mótsetningar knýja áfram; sbr. kenningar þýska heimspekingsins G.W.F.Hegel) (Sjá t.d.: Matthías 1972:40). Eins og hann sagði sjálfur hneigðist hann að róttækri samhyggju og jafnaðarstefnu, sósíalisma, við kynni sín af
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.