Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Qupperneq 138

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Qupperneq 138
138 TMM 2017 · 4 Einar Már Jónsson Alfríið dregur þá halann Viðar Hreinsson: Jón lærði og náttúrur náttúrunnar, Lesstofan 2016 Einu sinni þegar ég var ungur að árum rakst ég á galdraskræðu í fórum föður míns. Hún hafði verið handskrifuð og galdrastafirnir vendilega teiknaðir, sumar skýringarnar voru með rúnaletri, en síðan hafði ritið margfaldast fyrir einhvern fítonskraft. Fleiri skruddur af sama tagi leyndust því vafalaust hér og þar, og var þetta skuggaleg bók, þótt ekki vissi ég til að veraldleg eða geistleg yfirvöld létu hana til sín taka, þau virt- ust sofa á verðinum. En hvað um það, ég sökkti mér niður í forneskjuna, teiknaði upp þá characteres sem mér virtust vænlegastir og athugaði hvernig þeim ætti að beita; voru þetta ægishjálmar, Salómons innsigli og annað eiusdem farinae. Einn þeirra sýndist mér sérlega nytsamur, það var huliðshjálmur sem gerði menn ósýnilega, hann átti að rista á eik og bera í handarkrikanum. En ég fann hvergi neinn eikarbút né annað enn torfengnara sem til galdranna þurfti, af því tagi sem lesendur Íslands- klukkunnar kannast við og því mistók- ust tilraunir mínar til að verða ósýnileg- ur í það skipti. En ég gaf ekki upp alla von um að það myndi takast með tíð og tíma. Frá þessu segi ég nú til að sýna að Jón lærði Guðmundsson hefur mér löngum þótt maður að mínu skapi, og því finnst mér mikið fagnaðarefni að nú skuli loks vera komin út ítarleg æfisaga hans, skrifuð af Viðari Hreinssyni, þar sem alls kyns heimildir eru notaðar og saman dregið allt sem um hann er hægt að vita. Það er allmikið, meira en maður gæti ætlað, þótt í því séu gloppur á köfl- um. En bókin er samt meira en bein æfisaga Jóns lærða, höfundur leitast einnig við að staðsetja hann í andlegri veröld síns tíma, og horfir þá vítt yfir, allt til Aristótelesar í fornöld, Eríugena við hirð Karlamagnúsar, Spinoza í suðri og Mikka refs í samtímanum, svo ekki sé minnst á stjörnuspá Vikunnar. Þetta breiða sjónarhorn er nauðsyn- legt. Jón lærði, sem samtímamaður kall- aði „Pliníus Íslands“, var vissulega snill- ingur; á okkar tímum hefði hann senni- legast verið Nóbelsverðlaunahafi, þótt erfitt sé að segja hvort það hefði verið í eðlisfræði eða læknisfræði. Kannske hefði hann stuðlað að breytingum á grundvallarforsendum vísindanna, eins og vísindamenn 17. aldar. En þrátt fyrir það hefur hann löngum haft á sér illt orð í sögunni, hann er kenndur við hjátrú, kukl, trúgirni og alls kyns barna- skap. Menn benda á hann sem dæmi um menntunarleysi og fáfræði almennings og ýktan fulltrúa tímans áður en ljós vísindanna tók að skína. En út af fyrir sig er þessi orðstír merkilegra fyrirbæri en menn gera sér grein fyrir og eru á honum ýmsar hliðar. Óréttlætið sem honum hefur yfirleitt verið sýnt stafar af verulegu leyti af því að hann var uppi á miklum umskipta- tímum, menn dæma náttúrufræði hans, sem tilheyrir vissum tíma í menningar- sögu Evrópu, út frá sjónarmiðum þess tíma sem síðan tók við, út frá sjónar- U m s a g n i r u m b æ k u r
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.