Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Qupperneq 146
U m s a g n i r u m b æ k u r
146 TMM 2017 · 4
tilfinningabönd sem tilheyra fjölskyld-
unni eru mikilvæg, en í Nýja Breiðholti
er sýnt fram á hvernig slík geta einnig
verið skaðleg þegar fjölskyldan verndar
illmenni í blindni. Í báðum verkum er
áhersla lögð á að hugtakið ‚fjölskylda‘
spanni víðtækt svið mannlegra tengsla.
Þjóðerni og kyn
Þessi áhersla á fjölskylduna er afar
athyglisverð í ljósi þess að í báðum verk-
um er lögð áhersla á ádeilu á þjóðernis-
hyggju og vald. Í Eylandi er þjóðernis-
hyggjan sameiningaraflið og henni er
viðhaldið með táknrænum ímyndum
umhyggju og samfélagslegrar ábyrgðar
sem birtast annarsvegar í hinni barns-
hafandi móðurlegu hvítu drottningu og
hinsvegar í skátunum. Raunin er síðan
sú að þessar ímyndir standast ekki,
konan er grimmur einræðisherra og
skátarnir eru ofbeldisfullur her mála-
liða. Valdið er pólitískt og spillt. Stjórn-
völd eru ekki til staðar í Nýja Breiðholti
og völdin eru í höndum glæpagengis og
fjölskylduklíku sem hafa hvert sitt yfir-
ráðasvæði. Í stað stjórnmálalegs valds er
það stéttaskiptingin sem skiptir máli
hér. Engin dul er dregin á að báðir aðilar
nota ofbeldi til að halda völdum sínum,
en í ljós kemur að hinn íslenski aðall er
mun hættulegri en austur-evrópsku
glæpamennirnir. Innflytjendurnir sýna
þó einhverskonar samfélagslega ábyrgð í
morðmálinu, meðan Íslendingarnir gera
það ekki. Þó ber þess að geta að hér er
ekki verið að hvítþvo glæpamennina,
aðgerðir þeirra hafa einnig þau áhrif að
auka á eigin völd.
Þannig hafna bæði verkin þjóðernis-
hyggju (og stéttaskiptingu) á afgerandi
hátt. Það er sjaldgæft að sjá íslensk
skáldverk fjalla á jafnskýran hátt um
þetta mikilvæga samfélagsmál og ljóst
að í báðum tilfellum er gagnrýnin sett
fram í skjóli þess að um fantasíu er að
ræða, sögur sem gerast í annarlegum
veruleika vísindaskáldskapar og dystó-
píu. Þetta er reyndar þekkt fyrirbæri, að
fjallað sé um samfélagsleg átakamál í
skáldskap sem kenndur er við afþrey-
ingu, sem býður upp á beinskeytta notk-
un tákna í bland við endurnýttar klisjur
og formúlur, sem hjálpa lesandanum að
ganga inn í kunnuglegan heim. Sá
kunnugleiki skapar síðan rými fyrir
snarpa samfélagslega gagnrýni og hug-
myndafræðileg átök sem í fagurbók-
menntum þættu liggja of nærri áróðri
og einföldunum.
Einnig er sláandi að skoða birtingar-
myndir kynferðislegs ofbeldis í þessum
tveimur verkum. Kynferðislegt ofbeldi
gegn konum hefur verið veigamikill
þáttur í dystópískum verkum, eins og
Saga þernunnar eftir Atwood er lýsandi
dæmi um. Hún er auðvitað kvenhöf-
undur og femínisti, en sömu áherslu er
að finna í frægum heimsendisverkum
eftir karlkynshöfunda, til dæmis The
Stand (1978) eftir Stephen King. Sigríð-
ur og Kristján Atli leggja bæði áherslu á
að sýna hvernig valdbeiting birtist í
kynferðislegu ofbeldi gegn konum. Þetta
er ekki síst áhugavert í ljósi þess hvernig
þau vinna bæði markvisst með kynhlut-
verk í verkum sínum.
Í Eylandi er það kona sem nær æðstu
völdum í samfélaginu, kona sem að auki
er barnshafandi. Hún er því hin full-
komna ímynd mæðraveldis sem ætla
mætti að væri tilefni útópískrar sýnar
hjá kvenhöfundi, eins og til dæmis í
Herland (1915) eftir Charlotte Perkins
Gilman. Titlarnir ríma meira að segja!
En svo er ekki. Sigríður býður ekki upp
á einfaldaðar hugmyndir um kynhlut-
verk og kyngervi, hvíta drottningin er
fullkomlega miskunnarlaus þegar
kemur að því að halda völdum. Ríkur
þáttur í því er að segjast, á móðurlegan
hátt, standa með fólkinu í landinu og