Ófeigur - 15.08.1948, Blaðsíða 2
2
ÓFEIGUR
að vera húsbóndi á heimilinu og hafa rétt til að ræða
öll málefni þjóðarinnar á frjálsmannlegan hátt, eða
hvort hljóðhelt járntjald skyldi sett milli þingmanna
og annarra borgara. Þar sem tillögur mínar og fyrir-
spumir mioa í þá átt að vekja pólitískt líf og umrsð-
ur um vandamál líðandi stundar, liggur í hlutarins
eðli, að ég vil koma vakningarmálunum á dagskrá, og
síðan til framlivssmda. Verður fyrst vikið að einni slíkri
tillögu, sem á sér merkilega sögu.
I.
Á tímum utanþingsstjómarinnar bárum við Bjarni
Benediktsson og Haraldur Guðmundsson frarn tillögu
um nefnd til að gera frumv. um skipasmíðastöð í
Reykjavík og fyrirkomulag strandferoanna. Gllum var
ljóst, að landið varð að koma skipa- og bátasmíði, svo
og viðgerðum á bátum og skipum inn í landið. Hafði
þá nýlega orðið hörmulegt slys í strandferðum, af því
að vantaði hentug skip. Fólk neyddist til að ferðast
með bátum og smáskipum, sem voru bæði óhentug far-
þegum og hættuieg lífi manna. Mikil gæfa fylgdi þess-
ari tillögu. Hún náði skjótt samþykki alþingis. ¥11-
hjálmur Þór skipaði Pálma Loftsson formann. Tveir
aðrir sjófróðir menn voru í nefndinni, þeir Gísli Jóns-
son og Jón Axel Pétursson. Nefndin lauk á skömmum
tíma störfum og skilaði góðu verkx. Lagði hún til, að
öll strandlengjan frá Kleppi og að ósum Elliðaár yrði
gerð að heimili fyrir skipa- og bátasmíðar og viðgerðir.
Era nú þegar komin þrjú stór verkstæði á þessa strönd,
en hitt þó meira sem eftir er. Getur þróun skipa- og
bátasmíða á þessum stað haldið áfram um áratugi.
Ekki gekk miður með strandferða-skipulagið. Varð
nefndin sammála um það fyrirkomulag sem nú er ver-
ið að framkvæma. Emil Jónsson var þá orðinn ráð-
berra og gekk með miklum dugnaði að því að leysa
málið. Var undir hans yfirumsjón samið um smíði
Heklu, Herðubreiðar og Skjaldbreiðar. Pálmi Loftsson
hafði áður hrundið í framkvæmd smíði og kaupmn
Esjunnar. Hefir þingsályktun okkar þremenninganna
borið góðan árangur. Er nú á fáum missiram búið að
ráðstafa milljónum kr. á heppilegan hátt til að leysa
tvö stómiál á þann veg, sem bezt hæfir alþjóðarhags-
munum um langa framtíð.