Ófeigur - 15.08.1948, Blaðsíða 64
ÖFEIGUR
«4
er þessi upphæð um 500 þús. kr. Er þetta margfald-
lega hærri upphæð miðað við efnahag og mannfjölda
hér á landi, en nokkur önnur þingstjórnarþjóð veitir
til þessara mála. Nú mun kommúnistum hafa þótt
hlýða, að þeirra flokksmenn sætu að mestöllu því fé,
sem þingmenn þeirra höfðu lagt sig í framkróka með
að útvega. En þegar þar kom, að meiri hluti nefndar-
innar vildi ekki fallast á þennan skoðunarhátt, létu
kommúnistar óánægju sína í ljós með því að þiggja
ekki laun þau, sem þeirra mönnum voru fram borin.
Létu þessir óánægðu kommúnistar gremju sína bitna
á borgaraflokkunum og nefndarmönnum þeirra. Var nú
svo komið, að allmikið af launum skálda og listamanna
var ekki móttekið af þeim, sem það var ánafnað af þing-
nefndinni. Hafa orðið út af þeim málum miklar deilur.
Nú má öllum heilskyggnum mönnum vera ljóst, að
þetta verðlaunaskipulag er óframkvæmanlegt. Byrði
ríkissjóðs til þessara útgjalda er orðin óhæfilega há.
Tala þeirra, sem komnir eru á meira eða minna föst
ríkislaun fyrir að leggja stund á skáldskap og listir,
er hærri en hjá nokkurri frjálsri þjóð. Nálega allt það
bezta, sem gert hefur verið á Islandi í listum og bók-
menntum, hefur verið skapað með tómstundavinnu án
þess, að listamaðurinn eða skáldið léti sér koma til
hugar peningagreiðslu eða föst laun. Að því leyti, sem
reynt hefur verið að beita ríkisrekstri í listum og skáld-
skap, þá er árangurinn í allra minnsta lagi. Aldrei í
sögu landsins hefur verið gefið út jafn mikið af alger-
lega þýðingarlausum skáldverkum eins og síðan tala
hinna ríkislaunuðu höfunda var farin að skipta mörg-
um tugum. Þegar þar bætist við, að samtök eru hafin
meðal allmargra af viðtakendum skálda- og listamanna-
launa um að taka ekki við fénu og jafnvel að verja því
til að óvirða og tortryggja það mannfélag, sem leggur
fram fé af litlum efnum til framdráttar hinum van-
þakkláta skáldalýð, þá er sýnilegt, að hér er farið eftir
lokaðri leið.
Hins vegar má telja víst, að bókmenntum og list-
um sé ger varanlegur greiði með því að láta á hverj-
um tíma vera til nokkur heiðurslaun handa mönnum,
sem þjóðin metur, enda séu slík laun ekki veitt, fyrr
en allur almenningur í landinu viðurkennir gildi hlutað-
eigandi listamnns eða skálds. Slík heiðurslaun er ekki