Ófeigur - 15.08.1948, Blaðsíða 52

Ófeigur - 15.08.1948, Blaðsíða 52
52 ÓFEIGUR land hefðu þann ávinning af sáttmálanum, að ekki yrði gengið að baki þeim með skyndiófriði frá Islandi af einræðisþjóð í árásarhug. Island hefði þann ávinning, að sjálfstæði landsins væri tryggt af þeirri einu stór- þjóð, sem aldrei hefur misbeitt valdi sínu gagnvart smáþjóð, sem hún hefur tekið að sér að vernda. I öðru lagi er mikilsverð vernd þess stórveldis, sem ræður yfir mestum herstyrk, mestum auði og mestu framleiðslu- magni. Islendingar hafa öldum saman búið við þau ókjör að eiga að njóta verndar frá ríki, sem ekki gat varið sig sjálft, hvað þá aðra enn minni þjóð. Her- verndarsáttmáli íslands við Bandaríkin væri gerður við það ríki, sem er færast af öllum stórveldum til að vernda smáþjóð vegna máttar síns og heiðarlegrar fortíðar í skiptum við smáþjóðir. Bandaríkin eru svo öflugt veldi heima fyrir með góðum samböndum við aðrar lýðræðisþjóðir, að það er ósennilegt, að nokkur einræðisþjóð treysti sér til að fara með ófriði gegn þjóðfylkingu, sem er svo máttug til andsvara. Áður en þetta mál er lengra rakið, þykir hlýða að athuga, hversu ýmsar menningarþjóðir hafa búið að minni þjóðum, sem þær tóku að sér að vernda. Við Is- lendingar höfum reynslu af tveim frændþjóðum, Norð- mönnum og Dönum. Eru þær þjóðir í fremstu röð, sakir góðra hæfileika, ætternis og menntunar. En báð- ar voru þær ranglátar og eigingjamar svo að af bar, meðan þær gættu Islendinga. Sama má segja um hverja einustu þjóð á meginlandi Norðurálfu, að þær hafa jafnan leitazt við að gera þjóðir, sem lentu undir um- sjá þeirra, að féþúfu, en af öllum meginlandsþjóðum hafa Rússar fyrr og síðar verið harðastir húsbænd- ur. Bretar hafa sízt verið betri húsbændur en aðrar Evrópuþjóðir, ef litið er á forræði þeirra á Irlandi, en í öðrum löndum, hafa þeir að jafnaði verið fremri hverri Norðurálfuþjóð í réttlæti gagnvart þjóðum, sem þeir stýra. Vegna þessara yfirburða hefur veldi þeirra auk- izt með hverri öld, sem leið, og forræði þeirra venju- lega orðið affarasælt, bæði fyrir þá sjálfa og þjóðirn- ar, sem notið hafa verndarinnar. En af Bandaríkjun- um er það að segja, að þau hafa engan blett á sínum skildi í landvinningamálum. Er land þeirra stórt og auðugt af hvers konar náttúruauðæfum. Sýnilegt er, að þjóðin mun aldrei lenda í landhungri, eins og ýmsar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.