Ófeigur - 15.08.1948, Blaðsíða 77
ÖFEIGUR
77
uðum vinnubrögðum. Þessi skólaganga er sennilega
allhentug fyrir lítinn hóp manna, sem eiga að gegna
vissum embættisstörfum. Hitt verður að telja fráleitt,
íið 15—20 ára bóknám á skólabekk geri menn mjög
liæfa til að verða vinnugarpar við búskap, fiskveiðap,
siglingar, vefnað eða smíoi. Nýverið voru auglýst 10
læknislaus sveitahéruð. Menn, sem hafa verið hálfa
æt^ina á skólabekk, sækja ekki í þær stöður, þó að lands-
fólkið allt hafi eytt miklum fjárhæðum í skólakostn-
að þeirra vegna.
Hin nýja löggjöf var vanhugsað fljótfærnisverk. Gagn-
ið af þess háttar ítroðningi er vafasamt, en útgjöldin
óviðráðanleg. 1 eina tegund skóla þarf, eftir kröfum
laganna, að bæta við 100 kennurum. Hver kennslustofa
með öllu tilheyrandi kostar 100 þús. kr. Skálholtsskóli
uppkominn, með 50 heimavistum, mundi nú kosta 10
milljónir. Lágt launaðir kennarar kosta ríkið 25—30
þús. kr. En kennarar í betri stöðum komast með auka-
kennslu upp í 50—60 þús. Dýra aukakennslan marg-
faldast við þörf hins mikla fjölda barna og unglinga,
sem eru lögskylduð inn í hið nýja skólakerfi. Sam-
kvæmt skýrslu fræðslumálaskrifstofunnar til Alþingis
þarf á núgildandi fjárlögum nærfellt 14 milljónir kr.
til húsagerðar fyrir barna- og unglingaskóla.
XVI. Flugferðagjaldeyrir.
Mitt í því gjaldeyrisleysi, sem þrengir að landsmönn-
um svo að takmarkaður er innflutningur lyfja og fjöl-
rnargra nauðsynlegra vörutegunda, hefur fjöldi inn-
lendra og erlendra manna keypt farseðla miili Islands
og útlanda fyrir íslenzka peninga utan við gjaldeyris-
eftirlitið. Talið er af kunnugum mönnum, að frá Kefla-
víkurflugvellinum geti komið í dollurum í gjaldeyris-
sjóð landsmanna allt að 10 miljónir króna árlega. Er
þar um að ræða gjöld fyrir viðkomu flugvéla, kaup
íslenzkra manna, sem vinna við völlinn, og andvirði
íslenzkra matvæla, sem starfsliðið við völlinn kaupir
Bandaríkjamenn greiða allar slíkar fjárhæðir í dollur-
um, en fyrir óaðgæzlu í gjaldeyrismálunum virðist mik-
ið af þessu fé hafa farið til að endurgreiða erlendum
flugfélögum fargjöld, sem upphaflega voru greidd að
mestu í íslenzkum peningum. Eins og þessari fram-