Ófeigur - 15.08.1948, Blaðsíða 14
14
ÓFEIGUR
verður landið oð borga alla þessa farmiða með eríend-
um gjaldeyri og mest með dollurum. Á þennan hátt
hverfa dollarar, sem gátu orðið að almennu gagni, í
ferðakostnað til margra manna, sem hefðu átt að halda
sér við ættlandið, meðan sækja þarf um leyfi fyrir
gjaldeyri til að kaupa öngla og ljáblöð.
XVII.
Sjúklingarnir í Kópavogshæli bjuggust við fáu góðu,
þegar svokallaðir valdamenn heilbrigðismálanna tóku
að venja komur sínar þangað og spígspora um hælið.
Vissu sjúklingarnir, að landlækni langaði til að flytja
þá í skúr, sem byggður yrði þeirra vegna hjá kyn-
sjúkdómadeildinni við Landspítalann. Þetta þóttu sjúk-
lingunum hörð tíðindi. Brugðu þeir við og rituðu fjár-
veitingarnefnd og Oddfellowreglunni alvarlegt mótmæla-
bréf. Gísli Jónsson, formaður fjárveitingarnefndar,
studdi eindregið mál sjúklinganna. Ég bar málið fram
í tillöguformi, því að mig grunaði, að ef það kæmi ekki
fyrir almenningssjónir, mundi það drukkna í pappírs-
hafinu og fáir muna eftir aðstöðu nokkurra sjúklinga.
Framkoma landlæknis og stuðningur heilbrigðismála-
ráðherra við hann vekur furðulega eftirtekt. Að vísu
mun nú svo komið, að sjúklingarnir verða ekki hraktir
úr sínu heimili, en landlæknir er enn sem fyrr sann-
færður um að bezt sé að reisa heimili fyrir 200 fávita
í Kópavogi, þar sem umferð er mest við einn veg á
Islandi. En máli sjúklinganna hefir verið bjargað.
XVIII.
Jóhann Jósefsson ráðherra svaraði glögglega þessari
fyrirspurn. Verksmiðjurnar hafa, síðan kommúnistar
tóku við yfirstjórn þeirra, komizt í nálega 60 milljóna
skuld með taprekstri og óstjórn síðustu missira. Þegar
Áki tók forustu þessara mála, áttu verksmiðjurnar
meira en milljón krónur í sjóði og voru skuldlausar.
Mikið af húsagerð kommúnista er vonarpenignur, eins
og mjölhúsið og lýsisgeymarnir. Önnur byggingin hryn-
ur, hin lekur lýsinu. Eftirtektarvert er það, hve litla
þekkingu borgarar landsins höfðu á bolsivismanum
vorið 1944. Skömmu áður en Áki tók við völdum, sagði
þingmaður úr sveitakjördæmi á fjölmennum fundi í
Árnessýslu, „að bolsivisminn færi eins og vorúði um