Ófeigur - 15.08.1948, Blaðsíða 36
36
ÓFEIGUR
iadum og pólitísku frelsi. Engin þjóð getur verið sjálf-
bjarga til langframa ef hún blandar hinum vanda-
mestu málefnum saman við loddaraskap og lágfleygar
skemmtanir. Einstaklingar og þjóðir viðhalda frelsi og
raanndómi með stöðugri elju og umhyggju. Þær hug-
myndir, sem hreyft er í þessum tillögum, eru sýnishorn
af þeim óteljandi vandamálum, sem vitsmuni og vinnu
þarf til að leysa. En þeir menn, sem halda að þjóðfélag-
inu sé nóg, að stjórnin kaupi og útdeili handa einhverj-
um mönnum eða félögum nokkrum togurum og vélbát-
um eða reisi fáeinar háifhrynjandi verksmiðjur, skilja
ekki, að Sighvatur á Grund bar fram spakmæli, er hann
mælti: „Margs þarf búið með.“ I heilbrigðu þjóðlífi eru
þúsundir þráða, sem þurfa að njóta sín, ef vefurinn
á að vera vel gerður. Kommúnistar vilja afhenda frelsi
einstaklinganna einum manni eða klíku, til að gera
manneskjurnar hamingjusamar. I augum þess háttar
manna er mannlífið einfalt: Einvaldurinn eða klíka
hans segir fyrir um allt og þjóðin hlýðir. I frjálsu
landi, eins og ísland á að vera, verða borgararnir að
bera ráð sín saman og hjálpa hver öðrum til að finna
hinar beztu lausnir og síðan að framkvæma þær. Með
því að leggja fyrir almennings sjónir þær tillögur, sem
Ófeigur birtir að þessu sinni, er gerð tilraun til að
vekja aftur hinn foma og nauðsynlega sjálfbjargar-
anda og knýja sem allra flesta menn til að hrinda úr
hug og hjarta þeim værðardoða, sem færst hefir yfir
marga menn sem fást við þjóðmál, síðan 1942, þegar
allir borgaraflokkarnir hófu samleik við erlenda, ætt-
jarðarlausa og sálsjúka undirróðursmenn. Þegar beisk
reynsla hefir sannfært mikinn hluta landsmanna um
þá hættu, sem vofir yfir þjóðinni, mun mega vænta
að aftur verði teknir upp þeir vinnuhættir, sem gert
hafa Islendinga að óvenjulega andlega sinnaðri menn-
ingarþjóð.