Ófeigur - 15.08.1948, Blaðsíða 48
48
ÓFEIGUR
mundu nazistar alls ekki hafa treyst sér til að leggja
út í nýja heimsstyrjöld. Þetta er fyllilega ljóst hverj-
um manni, er fylgzt hefur rneð gangi stjórnmála í
heiminum á undangengnum árum.
Bandaríkin ætla sýnilega ekki að freista einræois-
herra nútímans til að leggja út í nýja styrjöld af því,
að lýðræðisríkin séu veik og vopnavana. Bandaríkin
eru nú voldugasta þjóð í heimi að auði, herafla á sjór
landi og í lofti. Þau búa að miklum náttúrugæðum og
tækni. Forustumönnum þjóðarinnar er vel ljóst af sögu.
éinræðisþjóðanna, að þær svífast einskis í baráttu sinni
um auð og landvinninga, og að á þá muni leitað, þó að
Japan og Þýzkaland verði um langa stund ekki hættu-
légir keppinautar. Aðstaðan í heimspólitikinni er þess.
vegna sú, að Engilsaxar hafa tekið að sér óskrifaða for-
ustu til að vernda frelsi og menningu vesturlanda. All-
ar þingstjórnarþjóðir, sem því mega við koma, leita í
þetta skjól. Einræðisríkin mynda út af fyrir sig annan
stjörnuklasa. Glitvefnaður alþjóðabandalagsins verður
væntanlega um nokkra stund breiddur til skrauts yfir
þessar tvær ósamrýmanlegu andstæður.
Erlendir menn, sem þekkja nokkuð til íslenzkra mála,
undrast dirfsku íslendinga að leggja út í það stórræði
að rnynda nútíma ríki, þó að þegnarnir séu ekki nema
125 þúsund. En öll þjóðin er sammála um að fram-
kvæma þessa djörfu nýjung. Vitna íslendingar auk þess
í þá staðreynd, að forfeðrum þeirra hafi tekizt í forn-
öld að halda við merkilegu menningarríki í nálega 4
aldir. En á þeim tíma treysti þjóðin á einangrun lands-
iiis sem vörn móti landræningjum og innrásarher. Þetta
lánaðist fram eftir öldum. En hvenær sem á reyndi,
svo sem í Tyrkjaráninu eða þegar Gilpin tók landssjóð-
inn og Jörundur æðsta valdið í landinu í byrjun 19. ald-
ar, var sýnilegt, að ísland lá gersamlega varnarlaust
fýrir fótum hvers bófa, sem vildi ásælast gæði þess.
Bretar létu varðlið sitt á hafinu bæta úr yfirgangí
Jörundar og fjártöku Gilpins og sönnuðu enn einu
sinni hina þöglu vernd brezka fiotans í norðurhöfum.
Liðu svo tímar, að Islendingar vissu ekki annað en að
þeir gætu lifað í ævarandi friði í skjóli við blátreyjur
Breta. Þessu gifturíka tímabili lauk, þegar kafbátar
óg flugvélar voru orðin einhver máttugustu hernaðar-
tæki í stórveldastyrjöld. 1 stað þess að ísland var áð-