Ófeigur - 15.08.1948, Blaðsíða 3
ÓFEIGUR
3
H.
Meðan umræður voru fjörugastar, veturinn 1945—
46, varðandi varnarskilyrði landsins gagnvart árás aust-
rænna landræningja, tók ég til ýtarlegrar meðferðar í
ályktunarformi alla aðstöðu þjóðarinnar í þessum efn-
um. Margir þingmenn og kjósendur borgaraflokkanna
mæltu þá fast fram með því öryggi, sem þjóðin gæti
haft af að ganga í félag sameinuðu þjóðanna. Þá trúðu
allmargir borgarar á inikið og hagsælt samstarf lýð-
ræðisþjóðanna við Rússa. Mér var fullljóst, að með neit-
unarvaldi hvers stórveldis var hið nýja þjóðabandalag
andvana fætt. Þó gat komið til mála fyrir íslendinga
að ganga í félagið fyrir siðasakir og hafa einn fulltrúa
um stund á hverjum aðalfundi til að minna á að ísland
væri til, og á vesturhveli jarðar. En að því er snerti
raunverulegt öryggi, var varnarbandalag við Banda-
ríkin eina úræðið, sem samboðið var þjóð, sem vildi
t^yggja frelsi sitt. Síðan greinargerð mín var rituð,
hefir hver stóratburðurinn af öðrum í heimspólitíkinni
sýnt og sannað, að rétt var stefnt í umræddri tillögu.
Mun hún þola betur dóm reynslunnar heldur en rit-
gerð sú, sem Einar Arnórsson og Gunnar Thoroddsen
sömdu fyrir Alþingi 1946, þar sem leitazt var við að
sanna, að Island hefði tryggt sér hið fyllsta öryggi með
inngöngu í þjóðabandalagið. Það var misskilningur, og
i þeirri baráttu, sem nú er fyrir höndum, hefir tillaga
naín frá hinum fyrri baráttutíma sérstakt gildi, af því
að þar var bent fyrirfram á þau rök, sem reynslan
tefir staðfest dag frá degi og ár frá ári, síðan þá.
HI.
, Margar tillögur komu fram í áfengismálinu á þingi
1 vetur. Þær voru allar saltaðar, og stóð ríkisstjórnin
pg mikill meirihluti alþingis að því verki. Veit stjórn-
xn, að hún fær ekki 47 milljónir úr steinunum upp í
sivaxandi kröfur. Á hinn bóginn var fullkomið alvöru
°g þekkingarleysi á bak við tillögur kommúnista og
sumra vina þeirra. Héraðsbönn og bann við vínveit-
^ngum í opinberum veizlum, er bamaleikfimi í landi,
Mr sem drukkið er fyrir nærri 50 milljónir árlega. Til-
fega mín er byggð á langri reynslu og athugun á mál-
tnu. Mér, en engum öðrum, sem sæti hafa átt í stjórn