Ófeigur - 15.08.1948, Blaðsíða 54
54
ÓFEIGUR
vinnmga. Mun síðar, í sérstakri ritgerð, verða leidd
rök að því, að aukin kynni við Bandaríkin gætu ef
til vill, ef rétt væri haidið á málum, tryggt Is-
landi verzlunarfrelsi á heimsmarkaðinum. En hervernd
móti síngirni landvinningaþjóða og hömlulaus leið að
frjálsum markaði eru undirstöður frelsis og menning-
ar á Islandi.
III. Takmörkuð áfengissala.
Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að undir-
búa og leggja fyrir næsta Alþing frv. um takmörkun
á sölu áfengis, og sé byggt á eftirgreindum atriðum:
1. Að frá ársbyrjúun 1949 geti íslenzkir karlmenn, 21
árs að aldri eða meira, með nánar tilteknum skil-
yrðum, fengið Ieyfi til að kaupa % lítra af sterku
áfengi á hverjum mánuði.
2. Að veitingahús, sem hafa vínveitingaleyfi, megi frá
sama tíma selja % lítra af léttum vínum með venju-
legri máltíð eins manns.
3. Að lögreglustjórar megi heimila, að veittur sé %
lítri af vínum með venjulegum málsverði í opinber-
um veizlum og samkvæmum.
4. Að læknar geti ávísað sterku og léttu áfengi til
heilsubótar sjúkum mönnum, en skylt skal heil-
brigðisstjórninni að birta árlega opinbera skýrslu
um áfengismagn það, sem hver einstakur læknir
hefur notað til lækninga undanfarið ár.
Greinargerð : Áfengismálin eru nú mjög á dag-
skrá. Er það að vonum. Árið, sem leið, seldi ríkið á-
fengi fyrir 47 milljónir króna. Neyzla áfengið í landinu
er stórmikil og mjög vansæmandi fyrir landsmenn.
Hinar f jölmennu áskoranir kvenna úr öllum landshlut-
um, þar sem skorað er á Alþingi að heimila ekki til-
búning og sölu á sterku öli, sýnir hve mjög konur
finna til skaðsemi og smánar, sem leiðir af misnotkun
áfengra drykkja. Gætir í hugum margra manna ótta
við, að drykkjuskapur sá, sem nú tíðkast, leiði til úr-
kynjunar þjóðstofnsins.
Núverandi ástand í áfengsimálunum er með öllu ó-
þolandi. Margir vilja lækna bölið með allsherjarbanni,
en sú leið er ekki fær. Þegar reynt er með bannlögum
að hindra drykkuhneigða þjóð frá að neyta áfengis,