Ófeigur - 15.08.1948, Blaðsíða 81
ÓFEIGUR
81
ástæðu til að óttast, að heilbrigðisstjórnin hafi í huga
að flytja okkur héðan frá Kópavogi til einhvers, okk-
ur ókunnugs staðar á Islandi. Við álítum þetta samn-
ingsbrot, bæði gagnvart okkur og gagnvart Oddfellov/-
reglunni, sem var gefandi Laugarnesspítalans. Við send-
um Alþingi mótmæli og leyfum okkur að heita á hjálp
yðar í þessu efni. Við vitum, að forganga Oddfellow-
reglunnar í þessu efni hlýtur að mega sín mikils við
stjóm landsins. Okkur finnst, að þessi ráðgerði flutn-
ingur sé átakanlegt brot á móti þeirri góðvild, sem
Oddfellowreglan sýndi íslenzku þjóðinni, með því að
gefa Laugarnesspítala til að útrýma limafallssýkinni
úr landinu.
Við leyfum okkur að senda yður hjálagt afrit af mót-
mælabréfinu til Alþingis.
Um leið og við vonum að njóta yðar mikilsverða
stuðnings, eins og jafnan fyrr, þökkum við Oddfellow-
reglunni gamla og nýja vinsemd.
Virðingarfyllst.
(Nöfn sjúklinganna).
Til stjórnar Oddfellowreglunnar, Reykjavík.
XVIII. Síldarbræðshir kommúnista.
1. Hve mikill er stofnkostnaður síldarverksmiðjunn-
ar á Skagaströnd?
2. Hve mikill er stofnkostnaður yngstu síldarverk-
smiðju ríkisins á Siglufirði?
3. Hve mikill var byggingarkostnaður tveggja síðast
reistu lýsisgeyma ríkisins á Siglufirði, og hve miklu
hefur nú þegar verið varið til viðgerðar á þeim?
4. Hver byggingarkostnaður mjölhúss ríkissjóðs, sem
hrundi á Siglufirði? Hve miklu fé hefur nú þegar
verið varið til viðgerðar, og hve miklu fé mun enn
þurfa að verja til umbóta mjölhúsi þessu, þar til
það verður fyllilega nothæft?
Óskað er eftir, að lögð verið fram nákvæm, sundur-
liðuð skýrsla um allar greiðslur ríkissjóðs til þessara
framkvæmda frá upphafi, svo og hve mikið fé verk-
smiðjumar hafa getað lagt fram sjálfar í þessi fyrir-
tæki, hve mikið er tekið að láni, hve miklar skuldir
eru á hverjum stað, hverir em skilmálar um vexti og
afborgunartíma ?