Ófeigur - 15.08.1948, Blaðsíða 99
ÖFEIGUR
99
bændaskólarnir voru illa séttir. Varð það til þess, að
forráðamenn þjóðarinnar gerbreyttu kennslunni. Skól-
arnir á Eiðum og í Ólafsdal voru lagðir niður, en tekin
upp bókleg kennsla á Hólum og Hvanneyri, miðuð við
tvo vetur. Nokkur verkleg kennsla var látin fylgja á
vorin. Bar hún í fyrstu nokkum árangur, einkum með-
an Sigurður Sigurðsson var að skapa gróðrastöðina á
Akureyri. Mikil aðsókn var að Hólum og Hvannejn’i,
eftir að bókleg kennsla hófst. Notuðu ungir menn skóla
þessa sem almennar bókfræðistofnanir án þess að hafa
í huga að búa sig undir bóndastarfið. Voru fyrstu skóla-
stjórarnir, Halldór Vilhjálmsson og Sigurður Sigurðs-
son, skörungar og vakningarmenn, svo að af bar. En
jafnvel í þeirra tíð sótti mjög í það horf, að hinir ungu
búfræðingar leituðu að léttivinnu í bæjunum, engu síð-
ur en menn úr almennu fræðsluskólunum. Auk þess
þótti bændunum, sem heima sátu, sem hinir búnaðar-
skólagengnu menn hefðu að vísu fengið aukna bók-
þekkingu, en kynnu lítt til hagnýtra verka fram yfir
aðra sveitamenn. Eftir að héraðsskólar og gagnfræða-
skólar tóku að starf og höfou að sumu leyti betri skil-
yrði um húsakost og íþróttir, tók að draga úr aðsókn
að bændaskólunum og það svo mjög, að í haust, sem
leið, voru ekki nema 9 nýsveinar í hvorum búnaðar-
skóía. Ef Skálholtsskóli hefði þá verið tekinn til starfa,
mundu hafa verið 6 nýir nemendur í hverjum hinna
þriggja bændaskóla.
Reynslan sýnir, að bændaskólarnir njóta ekki nægi-
lega mikillar tiltrúar frá hálfu hinna uppvaxandi bænda-
efna. Þetta er eðlilegt. fslenzkum bændaefnum hentar
ekki tveggja vetra bóklegt nám, sem er að mjög veru-
legu leyti smámynd af námi í búnaðarháskólum ann-
arra norrænna þjóða. Nemendur þeirra skóla eiga að
verða Iaunamenn og búa sig undir þess háttar störf.
Hlutverk íslenzku búnaðarskólanna er að búa nemend-
ur sína undir framleiðslustörf í sveit við íslenzk náttúru-
skilyrði. Hin litla aðsókn að búnaðarskólunum stafar
af skipulaginu, en ekki vantrú sveitafólksins á kenn-
urum þessara skóla, því að þar er um að ræða mjög
dugandi, vel menntaða og áhugasama menn. Ekkert
sýnir betur, að óheppilegt fyrirkomulag stendur bænda-
skólunum fyrir þrifum og hver er hin sanna ástæða
til, ao bændaefni leita þangað minna en skyldi, held-