Ófeigur - 15.08.1948, Blaðsíða 39
ÓFEIGUR
39
Síðan lokuðu þeir algerlega — ekki aðeins Rússaveldi,
heldur öllum þeim löndum, sem þeir hafa hersett. Það
mátti vera öllum mönnum augljóst, að af þessari á-
stæðu gat ekki orðið nokkur varanlegur friðarfélags-
skapur úr styrjaldarþátttöku hinna sameinuðu þjóða.
Rússar vildu engan jafnréttisfélagsskap með þjóðunum.
Hvar sem til spurðist í veldi þeirra, var frelsið í öll-
um myndum útilokað, en allt vald í höndum fámennr-
ar flokksstjómar. Þegar Engilsaxar sáu, að hverju fór,
varð þeim Ijóst, að þeir gátu ekki nema á yfirborðinu
treyst á friðarstarfsemi sameinuðu þjóðanna. Vopnin
voru geymd og hvött í austurvegi. Englendingar áttu
lönd og virki út um allan heim. Þeir voru allvel við-
búnir að verja veldi sitt. En Bandaríkjaþjóðin gat ekki
treyst nema á átthaga sína. Það þótti leiðtogum Banda-
ríkjamanna, eins og málum var komið, ekki nóg trygg-
ing móti árás óbilgjarnra herþjóða. Þess vegna lýstu
forráðamenn Bandaríkjanna yfir í haust sem leið, að
þeir vildu hafa 10 flotastöðvar í Kyrrahafi og sex við
Atlantshaf. Bandaríkjamenn og Bretar gátu, þegar svo
var komið, veitt gagnkvæman stuðning, ef ráðizt var
á Engilsaxa eða smáríki þau víðsvegar um heim, sem
verða varin með herskipa- og flugflota. Síðan stríðinu
lauk, hefur öllum heilskyggnum mönnum verið ljóst,
að allur heimurinn var að skiptast í tvær fylkingar.
Á aðra hönd voru Rússar og ríki þau, sem liggja upp
að veldi þeirra og verða að beygja sig fyrir hermætti
kommúnista, en til hinnar handar eru Bandaríkin, Breta-
veldi og þau þingstjórnarlönd, sem verða varin frá sjó.
Þetta er veruleikinn í heimspólitíkinni. Jafnhliða þessu
er haldið uppi rökræðum um nýtt, friðsamlegt þjóða-
bandalag. Engilsaxar hafa barizt fyrir slíku friðarríki
og bundizt hátíðlegum heitum í því efni á Atlantshafs-
fundinum. Aðstaða og framkoma Rússa hefur því mið-
ur gerbreytt þessum áætlunum. En leiðtogar vestur-
þjóðanna geta ekki, án mikilla tilefna, horfið frá frið-
arbandalaginu, þó að óvænlega horfi. Stríðsþjóðirnar
eru svo þreyttar og þjakaðar af hörmungum sex styrj-
aldarára, að þær eiga bágt með að sætta sig við, að
jafnvel tálvonin um frið sé frá þeim tekin. Stórveldin
tala þess vegna um friðarbandalag og munu vafalaust
halda í því skyni marga alþjóðafundi. Rússar munu láta
líklega í orði kveðnu, en jafnan fara í verki sínar eigin