Ófeigur - 15.08.1948, Blaðsíða 88
88
ÖFEIGUR
XXI. Bessastaða-útgjöld.
1. Hverju sætir það, að aldrei eru tekin í fjárlög út-
gjöld ríkisins við endurbygging Bessastaða?
2. Hve mikið greiddi ríkissjóður Sigurði Jónassyni í
sambandi við burtför hans af jörðinni?
3. Hve mikið hefur ríkið lagt til Bessastaða á síðustu
árum til vega, sæsíma, síma og raflagna?
4. Hve mikið hefur ríkissjóður greitt fyrir viðgerð
eða til nýbyggingar eftirtalinna húsa á Bessastöðum:
a. Forsetahússins og móttökusalarins.
b. Starfsmannahússins.
c. Útihúsa.
d. Fjóss og hlöðu.
e. Alifuglahúss ?
5. Hve mikil húsameistaralaun hefur ríkissjóður greitt
fyrir hverja byggingu, sem tilgreind er í 4. lið?
6. Hve miklu fé hefur verið varið til framræslu á
Bessastöðum, til túnbóta, trjáræktar, garða og
skipulags við húsagarð staðarins?
7. Hve miklu fé hefur ríkissjóður varið :
a. til bústofnskaupa á Bessastöðum,
b. til hvers konar verkvéla vegna búrekstrarins,
c. til húsbúnaðar í öll hús staðarins?
8. Hve stórt er búið nú, og hver er meðaluppskera,
bæði heyfengur og garðmeti?
9. Hver hefur orðið hagnaður eða tekjuhalli á bú-
rekstrinum á Bessastöðum hvert ár, síðan ríkið
hóf þar búrekstur?
XXII. íslandsnjósnir Himmlers.
Hvenær fékk utanríkisstjórnin vitneskju þá, sem
fram kom í bréfurn íslenzku sendisveitarinnar í Kaup-
mannahöfn, er dagsett voru 2., 10. og 28. marz 1939
•og 24. janúar 1940, varðandi umfangsmiklar njósnir
Þjóðverja á Islandi? Hvers vegna var öllum þessum
bréfum haldið leyndum fvrir utanríkismálanefnd ?
I hvaða skyni var tilvonandi lögreglustjóri Reykja-
víkur sendur til langdvalar hjá þýzku lögreglunni, fá-
um vikum eftir að íslenzka ríkisstjórnin hafði fengið
þrjú aðvörunarbréf frá trúnaðarmanni landsins í Dan-
mörku um, að nazistar hefðu vegna sinna þarfa liomið
á víðtæku njósnarkerfi á Islandi?