Ófeigur - 15.08.1948, Blaðsíða 25
ÖFEIGUR
25
á móti nýsveinum með drykkjusamsæti og helzt með
þeim hætti, að nokkuð reyni á þrekið. Síðan taka við
samkomur í háskólanum með vínveitingum og óvið-
kunnanlegum drykkjuveizlum. I vetur var áramóta-
gleðskapur í háskólabyggingunni, þar sem munu hafa
verið um 800 gestir. Var þá mjög verulegur hluti gest-
anna undir áhrifum áfengis, með svipuðum hætti og
tíðkast með íslendingum, þegar þeir eiga greiðan að-
gang að sterkum drykkjum. Slíkar áramótaveizlur
munu vera meðal hinna föstu hátíða í háskólanum.
Fer gleðskapurinn fram með undarlegu móti. Kenn-
aramir sitja á hápalli, yfir hinum breiðu stigaþrepum
úr forsalnum. Sjá þeir þá iðandi mannhafið, þar sem
meira og minna ölvuð æska, sem komin er til náms
hjá þeim, hreyfist í þéttum fylkingum allt í kring um
lærimeistara sína og yfirmenn. Námsferðir nemenda
og kennara úr háskólanum t. d. að Litla-Hrauni eru
mjög umtalaðar, einkum þar sem nemendur töldu við-
eigandi að gera fangana ölvaða með gjafavíni. Erlendir
gestir, sem hafa séð kennara frá háskólanum mjög undir
áhrifum áfengis á Hótel Borg, á almannafæri, hafa
átt erfitt með að átta sig á þess háttar íyrirbæri. Vín-
nautn í háskólanum er orðin að landsmáli. Það má
að vísu fullyrða, að meiri hluti nemenda og kennara
misbrúka ekki áfengi. En það er engin dyggð. Það á
enginn að gera. En meinið liggur í gamla drykkjusiðn-
urn. Þar sem tekið er á móti nýsveinum í skóla með
samdrykkju og samölvun, þar sem eldri nemendur og
kennarar hafa forustuna, er búið að löghelga og lög-
gilda drykkjuskap í stofnuninni. Þá glevmast fljótt
gömul heit og fyrirmyndir úr æskuheimilum og svo-
kölluðum lægri skólum. Matthías hefir þessa í hættu
í huga, er hann varar Hafnarstúdenta við þessum
drykkjuvana, í ljóði til æskumanna. Hann minnir á
soninn, sem situr við draf svínanna og endar lífið í áln-
um. Það er óhjákvæmilegt að taka vínnotkun nem-
enda, undir yfirumsjón kennara, til opinberrar meðferð-
ar. íslendingar hafa ekki aðeins skilið við konung og
dönsk stjórnarvöld. Þeir verða líka að hafa þrek og
þor til að skilja við ýmsar erfðaóvenjur frá þeim tíma,
þegar landinu var vanstýrt og sumir íslendingar töldu
rétt svar við erlendum mótgangi, að gott væri að vera
óþekktur í landinu, með því að þá mætti líka óátalið
fe 4