Ófeigur - 15.08.1948, Blaðsíða 50
50
ÖFEIGUR
til kemur með sóknarstríð móti Engilsöxum. Er talið,
að Lenin hafi á sinni tíð bent á framtíðarþýðingu ís-
lands á styrjaldartímum. Bendir áhugi Rússa fyrir Is-
landi á, að þeir líti svo á, að ísland hafi allmikla fram-
tíðarþýðingu. Hafa valdamenn Rússa sýnt þetta meo
ýmsu móti.
Þar sem sýnilegt er, að stórþjóðirnar meta þýðingu
íslands svo mikiis á styrjaldartímum, sem raun ber
vitni um, er vitaskuld algerlega þýðingarlaust fyrir
gersamlega varnarlausa þjóð að gera ráð fyrir, að
landið geti haldið sér utan við styrjaldir á ókomnum
árum, aðeins með því að vilja ekíri taka þátt í hern-
aði. Þjóðm vildi vera hlutlaus og utan við baráttu
stórþjóðanna í nýafstöðnu stríði, en hér settist að mikill
her frá tveim stórveldum, og að lokum lagði Rússland
til, að ísland gengi í styrjöld við tvö mönduiríki. Vand-
inn fyrir Islendinga er sá einn, að velja um, hvort þeim
sé heppilegra að semja um hervernd við eitt stórveldi
eða láta ráðast, hvort eitt eða mörg herveldi taka sér
hér bólfestu og skapa sér sjálf kjör og aðstöðu. Kom-
múnistaflokkurinn og nokkrir aðrir íslendingar vilja
helzt, að varðlið Bandaríkjanna og Breta væri farið
héðan fyrir fullt og allt, þó að ekki sé séð fyrir neinni
hervernd. Sameinuðu þjóðimar hafa enn ekkert skipu-
lag á þesskonar málum, og meir en óvíst, hvenær slíkt
skipulag kemst á, auk þess rneir en vafasamt um gildi
þeirra samtaka, eins og greint er hér að framan. Kom-
múnistaflokkurinn virðist óhikað stefna að því, að hér
myndist tækifæri fyrir framandi herþjóð að setjast
að, með sama rétti og herafli Rússa dvelst á Balkan-
skaga. Geta íslenzkir borgarar af þessari afstöðu kom-
múnista metið umhyggju þeirra fyrir framtíðarsjálf-
stæði landsins.
En litlu betra tekur við, ef litið er til þeirra manna,
sem heimta, að ísiand gerist aðiii í félagi sameinuðu
þjóðanna. Menn vita eins og fyrr er að vikið, óglöggt
um fyrirhugaða starfshætti þeirra nema það, að fimm
stórveldi eiga að ráða þar lögum og lofum og hafa
leyfi til þess að óhlýðnast sínum eigin félagsreglum.
Gera má ráð fyrir, ef ísland gengi inn í þennan félags-
skap, þá yrði það metnaðarrnál allra stórveldanna eða
að minnsta kosti fjögurra þeirra, að gæta vel þessa
lykils að Atlantshafmu, og það gætu stórveldin bezt