Ófeigur - 15.08.1948, Blaðsíða 79
ÓFEIGUR
79
linganna úr því hæli, sem þeim var fengið fyrir Laugar-
nes, væri það bein brigðmælgi gagnvart Oddfellow-
reglunni og mundi ekki standast fyrir dómstólum, en
væri auk þess fáheyrt mannúðarleysi, sem fáir þing-
menn vilja fremja. Annars skýra bréf sjúklinganna
málið svo glögglega, að ekki er þörf að bæta þar við
fleiri rökum.
Fylgiskjal I.
Kópavogshæli, 25. janúar 1948.
Við undirritaðir sjúklingar í Kópavogshæli leyfum
okkur að senda Alþingi eindregin mótmæli gegn því,
að við verðum flutt burtu frá þessum stað, meðan okk-
ur endist aldur.
Svo sem alþjóð manna er kunnugt, urðu útlendir
mannvinir til að reisa á Laugarnesi stærsta og full-
komnasta sjúkrahús, sem fram að þeim tíma hafði ver-
ið byggt hér á landi, og þeir gáfu þjóðinni þetta hús
með því skilyrði, að þar skyldi vera lækninga- og griða-
staður fyrri alla þá Islendinga, sem sjúkir væru af
limafallssýki. Hinir útlendu gefendur lýstu yfir, að þeir
áskildu sér rétt til að ráðstafa Laugarnesspítala, eftir
því sem þeim þætti við eiga, þegar enginn limafalls-
sýki væri lengur til í landinu.
Okkur sjúklingunum leið eins vel og unnt var í Laug-
arnesspíta. Staðurinn var fallegur, nokkuð úr alfara-
leið, og þó svo nærri höfuðborginni, að kalla mátti að
hún blasti við sjónum okkar. Svo kom stríðið. Útlend-
ur her kom til landsins og tók spítalann með rétti hins
sterka. Þá vorum við flutt hingað og því heitið, að
þetta skyldi vera okkar heimili, meðan limafallssýki
væri til í landinu. Okkur tók sárt að vera flutt frá
Laugarnesi. Hvergi var okkur jafnhugstætt að vera
eins og þar. En við væntum, þó að erlendur her hefði
hrakið okkur frá löglegu og réttmætu heimili, þá mundu
okkar eigin landar aldrei feta í fótspor hermannanna.
Nú hefur okkur borizt sún fregn, að enn eigi að
hrekja okkur héðan, eitthvað, við vitum ekki hvert.
Okkur er sagt, að heilbrigðisstjórn sé tvívegis búin að
biðja fjárveitinganefnd að mæla með mikiu fjarfranv
lagi úr ríkissjóði til að stækka þetta sjúkrahús og safna
hingað öllum fávitum af landinu. Nú í vetur, skömmu
fyrir jól, komu hingað þrír æðstu embættismenn heil-