Ófeigur - 15.08.1948, Blaðsíða 87
ÓFEIGUR
87
dæmi, að verkamenn hafa bætt kjör sín og sinna með
skrílæsingum eða hermdarverkum. Þeir menn, sem fæð-
ast á íslandi, vaxa hér upp og ætla að bera byrðar
lífsins, geta ekki átt aðra ósk sér hallkvæmari en að
mega lifa í lögbundnu og vel skipulögðu mannfélagi.
Skrílræði er mesti háski hvers þjóðfélags. Þar sem
skríllinn stýrir í dag, situr harðstjórinn í hásætinu á
morgun.
Islenzka þjóðin er nú varnarlaus gegn erlendum á-
rásum, svo sem mest má vera. Og hún er þar að auki
svo vanmáttug gegn skrílræði, að hvað eftir annað
hefur æstur götulýður ógnað löglegum yfirvöldum
landsins og höfuðborgarinnar og í eitt skipti, 9. nóv.
1932, haft mál sitt fram með ofbeldinu einu saman.
Við slíkt ástand er ekki unandi fyrir þroskaða þjóð,
sem ann sæmd sinni. Þjóðfélagið verður ætíð og und-
ir öllum kringumstæðum að hafa rnáft til að halda uppi
borgfriðnum og lögum landsins. Það er hægt með þeim
úrræðum, sem hér er bent á, en ekki á neinn annan
veg. Ef hinir ungu íþróttamenn landsins hafa ekki and-
lega, siðferðilega og líkamlega orku til að geta tekið
sér á herðar hinar nauðsynlegu byrðar við að halda
uppi lögum og rétti 1 landinu, þá hefur hinni eldri kyn-
slóð, sem braut af þjóðinni aldagamla fjötra, mjög
skjátlazt um dáðmagn þeirra, sem fá í hendur þann
arf, sem dýrmætastur er, en það er frelsið. Sem bet-
ur fer, mun æska landsins sýna í verki, þegar á reyn-
ir, að hún þekkir sinn vitjunartíma, og taka fúslega
að sér nauðsynlega þátttöku við að halda uppi lög-
um og siðmenningu í landinu.
XX. Beinarám á Hólum.
1. Hvenær voru bein Jóns biskups Arasonar og sona
hans grafin upp í Hólakirkjugarði og flutt þaðan?
2. Hver stóð fyrir uppgreftinum? Voru fengin leyfi
til verksins hjá ríkisstjórninni, fornminjaverði og
sóknamefnd Hólakirkju ?
2. I hvaða skyni hefur nokkur Hluti af svokallaðri
beinagrind Jóns biskups verið send úr landi til ein-
hvers konar rannsókna?
4. Hvenær ætlar ríkisstjómin að láta skila þessum
beinum í Hólakirkjugarð ?